Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fjórðungsmót Vesturlands fer fram á félagssvæði hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi.
Fjórðungsmót Vesturlands fer fram á félagssvæði hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi.
Fréttir 28. júní 2017

Um 500 manns mætt í Borgarnes á fyrsta degi Fjórðungsmóts

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjórðungsmót Vesturlands hófst í Borgarnesi í morgun og stendur til sunnudags. Veður er milt segir Ámundi Sigurðsson framkvæmdastjóri mótins, 16 stiga hiti og skúraleiðingar.

Um 500 manns eru nú þegar komnir til að fylgjast með fyrstu dagskráliðum að sögn Ámunda. Mótið fer fram á tveimur völlum. Á aðalvelli hófst morgunin á forkeppni í ungmennaflokki. Eftir hádegi fer fram forkeppni í tölti fyrir 17 ára og yngri og kl. 14 hefst forkeppni í B-flokki gæðinga.

Á nýuppgerðum kynbótavelli fara fram kynbótasýningar á hryssum í dag. Ámundi segir völlinn standast allar væntingar. „Við prufukeyrðum hann í forskoðun í vor. Knapar hafa lýst ánægju sinni á honum en það mun vera gott að sýna í báðar áttir. Þessi braut var ein sú allra vinsælasta á árum áður, hér voru sýnd mörg hross og Íslandsmet slegin. Ég vona að þetta geti orðið ein besta kynbótabraut á landinu,” segir Ámundi.

Streymt er beint frá Fjórðungsmóti Vesturlands í gegnum vef Landssambands hestamannafélaga.  Gegn 4.990 kr. gjaldi er hægt er því að fylgjast með báðum völlum mótsins á meðan á því stendur með því að smella hér.

Aðgangseyrir inn á keppnisvæðið er 2.500 kr. sem gildir alla daganna og búast aðstandendur mótsins við að um 2.000-2.500 manns leggi leið sína í Borgarnes um helgina.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...