Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Um 588 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti
Fréttir 25. september 2014

Um 588 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti

Höfundur: smh

Fé kemur nokkuð vænt af fjalli þetta haustið og fallþungi í flestum tilfellum meiri en í fyrra.

Þannig er hann 0,1 kg meiri nú en á sama tíma í fyrra hjá Sláturfélagi Suðurlands, en heilu kílói meiri hjá Fjallalambi – svo dæmi séu tekin.

Skrokkafjöldi er svipaður á milli ára og sömuleiðis magnið sem fer í heimtöku, þótt á heildina litið fari það magn vaxandi sem bændur taka heim.

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Norðlenska munu hvort um sig slátra nálægt 115 þúsund fjár þetta haustið.

Reynir Eiríksson, framleiðslu­stjóri hjá Norðlenska, segir að á síðasta ári hafi fjöldinn verið 114.600 og honum sýnist það verði aðeins fleira nú en í fyrra.

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, telur að sláturfjöldinn verði um 105 þúsund á þessari vertíð – sem er svipað magn og í fyrra.

Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH, segir að sambærilegum fjölda verði nú slátrað og á undanförnum árum, eða um 100 þúsund fjár.

Magnús Freyr Jónsson, forstöðumaður Sláturhúss KVH á Hvammstanga, telur svipuðum fjölda verða slátrað nú og á síðasta hausti, eða um 91 þúsund.

Hjá Birni Víkingi Björnssyni, framkvæmdastjóra Fjallalambs, fengust þær upplýsingar að dilkar væru þar mjög vænir og vel á sig komnir. Slátrað verður um 30 þúsund fjár hjá Fjallalambi, sem er örlítil fækkun frá því í fyrra.

Skúli Þórðarson, sláturhússtjóri hjá Sláturhúsi Vopnfirðinga, segir að slátrað verði 32 þúsund fjár, en það er um 1.500 fleira en í fyrra.

– Sjá samantekt á bls. 2 í Bændablaðinu í dag

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...