Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Um 588 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti
Fréttir 25. september 2014

Um 588 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti

Höfundur: smh

Fé kemur nokkuð vænt af fjalli þetta haustið og fallþungi í flestum tilfellum meiri en í fyrra.

Þannig er hann 0,1 kg meiri nú en á sama tíma í fyrra hjá Sláturfélagi Suðurlands, en heilu kílói meiri hjá Fjallalambi – svo dæmi séu tekin.

Skrokkafjöldi er svipaður á milli ára og sömuleiðis magnið sem fer í heimtöku, þótt á heildina litið fari það magn vaxandi sem bændur taka heim.

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Norðlenska munu hvort um sig slátra nálægt 115 þúsund fjár þetta haustið.

Reynir Eiríksson, framleiðslu­stjóri hjá Norðlenska, segir að á síðasta ári hafi fjöldinn verið 114.600 og honum sýnist það verði aðeins fleira nú en í fyrra.

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, telur að sláturfjöldinn verði um 105 þúsund á þessari vertíð – sem er svipað magn og í fyrra.

Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH, segir að sambærilegum fjölda verði nú slátrað og á undanförnum árum, eða um 100 þúsund fjár.

Magnús Freyr Jónsson, forstöðumaður Sláturhúss KVH á Hvammstanga, telur svipuðum fjölda verða slátrað nú og á síðasta hausti, eða um 91 þúsund.

Hjá Birni Víkingi Björnssyni, framkvæmdastjóra Fjallalambs, fengust þær upplýsingar að dilkar væru þar mjög vænir og vel á sig komnir. Slátrað verður um 30 þúsund fjár hjá Fjallalambi, sem er örlítil fækkun frá því í fyrra.

Skúli Þórðarson, sláturhússtjóri hjá Sláturhúsi Vopnfirðinga, segir að slátrað verði 32 þúsund fjár, en það er um 1.500 fleira en í fyrra.

– Sjá samantekt á bls. 2 í Bændablaðinu í dag

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...