Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Útigangsgripur að vetri.
Útigangsgripur að vetri.
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 27. apríl 2023

Ungneyti hröktust eftir þreifandi byl

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nautgripirnir sem fundust dauðir í fjörum á Suðurlandinu í kringum páska voru geldneyti sem hröktust eftir óveður í byrjun mars. Sautján ungneyti stungu af og þar af voru sex sem drápust við að falla í á. Fjögur hræ hafa fundist undanfarnar vikur.

Eigandi gripanna, sem ekki vill vera nafngreindur, segir að aðstæður hafi verið einstaklega erfiðar þarna og girðingar tjónuðust í veðrinu. Skafrenningur olli skaflamyndun og fylltust skurðir og lægðir í landslaginu af snjó. Hann segist ekki hafa upplifað álíka veður, en skyggni var nokkrir metrar þegar verst lét. Hann segir sína útigangsgripi hafa aðgang að rúmgóðu skjóli sem uppfyllir aðbúnaðarreglugerðir – þ.e. lokað á þrjár hliðar og með þaki.

„Ef ég hefði reynt að líta til með þeim í þessu veðri hefði ég farið út í þreifandi byl og þá hefði ég allt eins getað orðið úti. Þar sem ég vissi að þær voru með nóg hey við skjólið átti ég von á því að þær myndu hanga þar,“ segir bóndinn. Hann telur ungneytin hafa farið á flakk um það leyti sem veðrinu var að slota – skömmu áður en hann kom til að líta til með þeim. Allir vegir og slóðar voru ófærir, sem gerðu það að verkum að hann náði ekki til þeirra fyrr.

Sá hóp handan árinnar

Þegar bóndinn fór að gefa ungneytunum sá hann að marga einstaklinga vantaði í hópinn. „Þá fór ég að leita um allt. Óttaðist jafnvel að það hefði snjóað yfir þær, þannig að ég gekk með bökkum og stikaði niður eins og við snjóflóðaleit. Svo fann ég för og sá hvert þær fóru,“ segir hann, en fljótlega eftir það sá hann nautgripi handan árinnar. Þeim var gefið gróffóður við fyrsta tækifæri og smalað heim daginn eftir. „Það var brugðist eins hratt við og hægt var.“

Féllu í gegnum fönn

Bóndinn segir kýrnar hafa gengið á þriggja til fjögurra metra djúpum snjóskafl sem huldi djúpan ál í ánni rétt við bæinn. Ellefu nautgripir komust óhultir yfir, en fönnin gaf sig með þeim afleiðingum að sex lentu í ánni og hlutu af því bana. Þegar hann sá að vantaði í hópinn hóf hann leit um haga og fjörur og tilkynnti Matvælastofnun um atvikið, eftir að hafa leitað af sér allan grun. Málið hefur einnig komið á borð lögreglu og segir bóndinn því vera lokið af hálfu áðurnefndra stofnana.

Málið hefur tekið á bóndann, enda hefur umræðan í fjölmiðlum hljómað þannig að um búskussahátt sé að ræða.

„Það er ekki glæsilegt hjá manni dýrauppeldið ef maður er dauður úti í skafli,“ segir hann, sem telur aðstæður hafa verið óviðráðanlegar. Hann kemur ekki undir nafni þar sem hann vill ekki verða fyrir aðkasti frá fólki sem þekkir ekki atvik málsins. Aðspurður um fjárhagslegt tjón telur hann tapið liggja á bilinu ein til tvær milljónir króna.

Voru merktar fyrir atvikið

Þegar fréttir bárust um ómerkt kýrhræ í fjöru undir Eyjafjöllum taldi bóndinn það ekki tengjast sér, því allir hans gripir hafi verið með eyrnamerkingar. Þegar merktur nár fannst skömmu síðar fór hann að grennslast fyrir hvort viðkomandi hefði verið frá sér. Hann hefur oft lent í að merki brotni eða detti úr gripum við lítið hnjask, sem hefur gerst í tilfelli ómerktu gripanna sem fundust fyrst.

Bóndinn segir aðstæður hafi almennt verið góðar fyrir útigangsgripi í vetur, því þrátt fyrir mikinn kulda hafi verið þurrt.

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.