Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Nú þegar er töluvert af íbúðarhúsum og frístundarhúsum í Vaðlaheiði og þeim á eftir að fjölga mikið næstu árin samkvæmt hugmyndum nýja skipulagsins.
Nú þegar er töluvert af íbúðarhúsum og frístundarhúsum í Vaðlaheiði og þeim á eftir að fjölga mikið næstu árin samkvæmt hugmyndum nýja skipulagsins.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 24. janúar 2024

Uppbygging í Vaðlaheiði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Þróun íbúðarbyggðar í Vaðlaheiði“ er nafn á nýju samstarfsverkefni Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps.

Finnur Yngvi Kristinsson.

Skipulagsverkefnið gengur út á að móta heildstæða stefnu um þróun byggðar í Vaðlaheiði til framtíðar. Svæðið sem um ræðir nær frá norðurmörkum Geldingsár í Svalbarðsstrandarhreppi og að suðurmörkum Leifsstaða í Eyjafjarðarsveit og er alls um 1.900 hektarar að flatarmáli. Svæðið er í eigu einkaaðila og er uppbygging á svæðinu á þeirra vegum.

„Skipulagsáætlun af þessu tagi nefnist rammahluti aðalskipulags, en það er sá hluti aðalskipulags þar sem útfærð eru ákveðin afmörkuð svæði sveitarfélagsins með það að markmiði að ákvarða nánar landnotkun, svo sem um meginþætti þjónustukerfa og að afmarka byggingarsvæði eða áfanga deiliskipulagsáætlana. Þessi skipulagsáætlun mun svo liggja til grundvallar deiliskipulögum sem í kjölfarið verða unnin fyrir spildur innan svæðisins,“ segir Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar.

Á svæðinu er gert ráð fyrir um 650 íbúðarhúsum en það gæti þýtt 1.500 til 1.800 manna byggð. „Ég hef trú á að svæðið verði verulega vinsælt. Það er það nú þegar og mikil ásókn í að deiliskipuleggja og byggja upp á svæðinu. Auknar vinsældir svæðisins er ein aðalástæða þess að ákveðið var að fara í skipulagsvinnuna. Þarna eru nokkur íbúðasvæði og frístunda- svæði sem byggst hafa upp í skorpum á frekar löngu tímabili, það hefur orsakað það að skipulagsyfirvöld hafa hingað til ekki haft heildarmynd af svæðinu og verið að bregðast við óskum landeigenda hverju sinni án þess að hafa skýra stefnu fyrir svæðið í heild. Fyrir vikið er svæðið svolítið „kaótískt“ þó að því fylgi vissulega ákveðinn sjarmi,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar.

Kynning á skipulagstillögunni stendur til 9. febrúar og mun fara fram opinn kynningarfundur vegna verkefnisins á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar kl. 20, fimmtudaginn 1. febrúar.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...