Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Nú þegar er töluvert af íbúðarhúsum og frístundarhúsum í Vaðlaheiði og þeim á eftir að fjölga mikið næstu árin samkvæmt hugmyndum nýja skipulagsins.
Nú þegar er töluvert af íbúðarhúsum og frístundarhúsum í Vaðlaheiði og þeim á eftir að fjölga mikið næstu árin samkvæmt hugmyndum nýja skipulagsins.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 24. janúar 2024

Uppbygging í Vaðlaheiði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Þróun íbúðarbyggðar í Vaðlaheiði“ er nafn á nýju samstarfsverkefni Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps.

Finnur Yngvi Kristinsson.

Skipulagsverkefnið gengur út á að móta heildstæða stefnu um þróun byggðar í Vaðlaheiði til framtíðar. Svæðið sem um ræðir nær frá norðurmörkum Geldingsár í Svalbarðsstrandarhreppi og að suðurmörkum Leifsstaða í Eyjafjarðarsveit og er alls um 1.900 hektarar að flatarmáli. Svæðið er í eigu einkaaðila og er uppbygging á svæðinu á þeirra vegum.

„Skipulagsáætlun af þessu tagi nefnist rammahluti aðalskipulags, en það er sá hluti aðalskipulags þar sem útfærð eru ákveðin afmörkuð svæði sveitarfélagsins með það að markmiði að ákvarða nánar landnotkun, svo sem um meginþætti þjónustukerfa og að afmarka byggingarsvæði eða áfanga deiliskipulagsáætlana. Þessi skipulagsáætlun mun svo liggja til grundvallar deiliskipulögum sem í kjölfarið verða unnin fyrir spildur innan svæðisins,“ segir Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar.

Á svæðinu er gert ráð fyrir um 650 íbúðarhúsum en það gæti þýtt 1.500 til 1.800 manna byggð. „Ég hef trú á að svæðið verði verulega vinsælt. Það er það nú þegar og mikil ásókn í að deiliskipuleggja og byggja upp á svæðinu. Auknar vinsældir svæðisins er ein aðalástæða þess að ákveðið var að fara í skipulagsvinnuna. Þarna eru nokkur íbúðasvæði og frístunda- svæði sem byggst hafa upp í skorpum á frekar löngu tímabili, það hefur orsakað það að skipulagsyfirvöld hafa hingað til ekki haft heildarmynd af svæðinu og verið að bregðast við óskum landeigenda hverju sinni án þess að hafa skýra stefnu fyrir svæðið í heild. Fyrir vikið er svæðið svolítið „kaótískt“ þó að því fylgi vissulega ákveðinn sjarmi,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar.

Kynning á skipulagstillögunni stendur til 9. febrúar og mun fara fram opinn kynningarfundur vegna verkefnisins á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar kl. 20, fimmtudaginn 1. febrúar.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...