Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Úrhelli í upphafi Landsmóts
Mynd / HKr.
Fréttir 3. júlí 2014

Úrhelli í upphafi Landsmóts

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Úrhellisrigning var á Gaddstaðaflötum á Hellu þar sem Landsmót hestamanna fer fram í gær, á þriðjudag og mánudag. Fresta þurfti keppnishaldi á þriðjudag og í gær.

Sigurður Ævarsson mótsstjóri segir að unnið sé að því að finna tíma fyrir þær greinar sem frestað var. Ekki komi til greina að fella niður keppnishald í neinum greinum. „Þetta er búið að vera erfitt og snúið. Við erum að vinna í því að breyta tímasetningum, í góðu samstarfi við keppendur. Þetta verður leyst, það er ekki í boði að fella neitt niður. Það spáir betra veðri á morgun [í dag] og það verður bara byrjað fyrr og verið að lengur.“

Veðrið hefur að mati Sigurðar haft einhver áhrif á þá dóma fram til þessa en allir sitji þó við sama borð. Hann segir mestu furðu hversu góðar brautirnar á Gaddstaðaflötum séu, þrátt fyrir það mikla vatnsveður sem verið hefur. „Sérstaklega er kynbótavöllurinn góður, hann hefur alls ekki orðið sleipur.“

Gestir eru orðnir nokkuð hraktir eftir bleytuna síðustu daga en Sigurður segir að þó sé engan bilbug á þeim að finna. Sigurður lofar þó góðu veðri á laugardaginn þegar mótshaldið nær hámarki. „Ég sagði í viðtali við Bændablaðið fyrir mánuði að langtímaspár lofuðu góðu veðri á mótinu. Ég verð að éta það ofan í mig en ég vonast til að þetta fari að lagast og verði gott um helgina.“

Veður er nú með ágætasta móti á Gaddstaðaflötum og gengur keppnishald ágætlega.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...