Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Úttekt á eftirliti með aflífun dýra
Fréttir 8. september 2014

Úttekt á eftirliti með aflífun dýra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti fyrir skömmu skýrslu vegna úttektar á opinberu eftirliti með vernd dýra við aflífun.

Samkvæmt upplýsingum á vef Matvælastofnunar fór úttektin fram 5. - 9. maí 2014 og hafði það að markmiði að kanna hvort eftirlit með aflífun sé í samræmi við matvælalöggjöf ESB sem tók gildi hér á landi hinn 1. nóvember 2011 og um vernd dýra við aflífun sem tók gildi 1. janúar 2013. Markmið löggjafarinnar er að forða dýrum frá óþarfa þjáningum í sláturhúsum. Þessi úttekt ESA er sú fyrsta hér á landi er varðar dýravelferð.

Innra eftirlit sláturhúsa ekki fullnægjandi
Samkvæmt niðurstöðum úttektarinnar hafa reglur um aflífun dýra verið innleiddar á viðeigandi hátt í íslenskt regluverk og hefur eftirlitsaðili með vald til beitingar þvingunarúrræða verið skilgreindur. Þá hafa héraðsdýralæknar hlotið viðeigandi fræðslu vegna eftirlits með aflífun dýra en þjálfun annarra eftirlitsmanna var í sumum tilfellum ekki fullnægjandi.

ESA ályktar að aflífun dýra í sláturhúsum hérlendis uppfylli almennt kröfur löggjafarinnar en að rafdeyfing kjúklinga uppfyllti á tímapunkti eftirlits ekki öll ákvæði reglugerðar um aflífun dýra og að eftirfylgni vegna skráðra frávika eftirlitsaðila var ekki alltaf tryggð. Jafnframt er það mat ESA að innra eftirlit sláturhúsa sé enn ekki alveg fullnægjandi m.t.t. skráningar verklags og lykilmæliþátta við aflífun og m.t.t. daglegs eftirlits sláturleyfishafa með framkvæmd hennar.

Starfsþjálfun eftirlitsmanna MAST verður aukin
Matvælastofnun hefur móttekið athugasemdir ESA og lagt fram úrbótaáætlun. Eftirlit Matvælastofnunar er áhættumiðað og framkvæmt samkvæmt skoðunarhandbókum stofnunarinnar þar sem ferli við eftirfylgni er skilgreint þegar upp koma frávik. Gerð og endurskoðun skoðunarhandbóka um daglegt eftirlit í sláturhúsum stendur yfir, bókinni er varðar slátrun ferfætlinga er lokið og hún endurútgefin, en bókin um slátrun alifugla er í vinnslu. Í skoðunarhandbókunum er m.a. tekið mið af fjölda nýrra breytinga á löggjöf um dýravelferð og skerpt á þeim atriðum sem ESA telur ábótavant í eftirliti.

Starfsþjálfun eftirlitsmanna MAST verður aukin. Þá hefur Matvælastofnun þegar sent tilmæli til sláturleyfishafa um nauðsynlegar úrbætur með hliðsjón af athugasemdum ESA til að framkvæmd aflífunar uppfylli kröfur laga og reglugerða er lúta að velferð dýra á tímapunkti aflífunar.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...