Veðurfar í Amason gæti átt eftir að breytast
Nú er svo komið að regnskógurinn í Amason er að tapa getunni til að stjórna veðurfarinu þar sem hann vex.
Veðurfar í Amason gæti því átt eftir að breytast með ófyrirsjáanlegum afleiðingu á næstunni vegna þverandi getu skóganna til að binda raka og jarðveg.
Í nýrri skýrslu, frá Earth System Science Centre í Brasilíu, segir að líklegt sé að þurrkar og ofsaveður eigi eftir að verða algengari á svæðinu.
Talið er að skógareyðing í Amason, vegna skógarhöggs og skógarbruna, á síðustu tuttugu árum jafngildi um 763 þúsund ferkílómetrum eða landsvæði sem er tvö Þýskalönd að stærð.