Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Vegagerðin ætlar að laga Kjalveg í sumar
Fréttir 16. apríl 2014

Vegagerðin ætlar að laga Kjalveg í sumar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur gefið Vegagerðinni leyfi til að taka efni úr tíu námum sveitarfélagsins, alls um 42.000 rúmmetra, til að fara út í lagfæringar á Kjalvegi í sumar.

„Í venjulegu árferði heflum við bara slóðann sem þarna er. Við höfum hins vegar tekið kafla og kafla í nokkrum áföngum frá Slitlagsenda sunnan við Grjótá og norður að Hvítá að búið er að lyfta veginum örlítið upp úr landi án þess að lagfæra plan eða hæðarlegu að nokkru marki. Með því móti helst ástand vegarins betra í lengri tíma eftir heflun, þar sem hann er þá ekki lengur niðurgrafinn eins og slóðinn sem fyrir er. Vatn nær því að renna af veginum en ekki eftir honum eins og í lækjarfarvegi,“ segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, en til stendur að fara út í töluverðar framkvæmdir á Kjalvegi í sumar.

„Já, það stendur til að fara í heldur lengri kafla en venjulega, allt að 10 km frá Hvítá inn að Árbúðum. Áætlað er að fara í þessar framkvæmdir í sumar þegar frost leysir. Það verða starfsmenn og tæki Vegagerðarinnar ásamt aðkeyptri vinnu frá verktökum sem vinna þetta verk,“ segir Svanur enn fremur.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...