Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Veiðifélag Þjórsár andvígt Hvammsvirkjun
Fréttir 5. júní 2014

Veiðifélag Þjórsár andvígt Hvammsvirkjun

„Hvammsvirkjun hefur verið færð úr biðflokki í nýtingarflokk af Verkefnisstjórn Rammaáætlunar. Ekki eru til nein vísindaleg rök fyrir þessari breytingu,“ segir í ályktun aðalfundar Veiðifélags Þjórsár sem haldinn var í Brautarholti 3. apríl 2014.

„Verði Hvammsvirkjun byggð mun lífsskilyrðum fiska ofan við Búða verða stefnt í hættu. Boðaðar mótvægisaðgerðir eru ólíklegar til árangurs og hafa erlendir vísndamenn með sérþekkingu á þessum málaflokki bent á fjölmörg tilfelli þar sem lausnir eins og þær sem Landsvirkjun boðar við Hvammsvirkjun hafa brugðist að heita má algjörlega. Ekki hefur tekist að fá upplýsingar um eitt einasta tilfelli þar sem virkni er ásættanleg.

Á síðustu áratugum hefur laxgengd fyrir ofan Búða aukist mjög og hrygning margfaldast.
Í niðurstöðum rannsókna starfsmanna Veiðimálastofnunar á vatnasvæði Þjórsár ofan Búða kemur skýrt fram hversu mikilvægt þetta svæði er orðið fyrir laxastofn Þjórsár í heild sinni. Rannsóknir sýna að Hvammsvirkjun mun raska 68% búsvæða ofan Búða.

Sá fiskur sem elst upp ofan við Búða gengur í Þverá, Sandá og Fossá. Fiskur klakinn út í þessum hluta árinnar leitar um allt vatnasvæðið og á eftir að gefa eigendum sínum auknar tekjur og þar með styrkja búsetu í sveitum við Þjórsá fái áin að vera í óbreyttu ástandi.

Það eru okkur mikil vonbrigði sem eigum veiðirétt í Þjórsá að ræktunarstarfi síðustu áratuga skuli vera stefnt í svo mikla óvissu.“

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...