Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Veiðifélag Þjórsár andvígt Hvammsvirkjun
Fréttir 5. júní 2014

Veiðifélag Þjórsár andvígt Hvammsvirkjun

„Hvammsvirkjun hefur verið færð úr biðflokki í nýtingarflokk af Verkefnisstjórn Rammaáætlunar. Ekki eru til nein vísindaleg rök fyrir þessari breytingu,“ segir í ályktun aðalfundar Veiðifélags Þjórsár sem haldinn var í Brautarholti 3. apríl 2014.

„Verði Hvammsvirkjun byggð mun lífsskilyrðum fiska ofan við Búða verða stefnt í hættu. Boðaðar mótvægisaðgerðir eru ólíklegar til árangurs og hafa erlendir vísndamenn með sérþekkingu á þessum málaflokki bent á fjölmörg tilfelli þar sem lausnir eins og þær sem Landsvirkjun boðar við Hvammsvirkjun hafa brugðist að heita má algjörlega. Ekki hefur tekist að fá upplýsingar um eitt einasta tilfelli þar sem virkni er ásættanleg.

Á síðustu áratugum hefur laxgengd fyrir ofan Búða aukist mjög og hrygning margfaldast.
Í niðurstöðum rannsókna starfsmanna Veiðimálastofnunar á vatnasvæði Þjórsár ofan Búða kemur skýrt fram hversu mikilvægt þetta svæði er orðið fyrir laxastofn Þjórsár í heild sinni. Rannsóknir sýna að Hvammsvirkjun mun raska 68% búsvæða ofan Búða.

Sá fiskur sem elst upp ofan við Búða gengur í Þverá, Sandá og Fossá. Fiskur klakinn út í þessum hluta árinnar leitar um allt vatnasvæðið og á eftir að gefa eigendum sínum auknar tekjur og þar með styrkja búsetu í sveitum við Þjórsá fái áin að vera í óbreyttu ástandi.

Það eru okkur mikil vonbrigði sem eigum veiðirétt í Þjórsá að ræktunarstarfi síðustu áratuga skuli vera stefnt í svo mikla óvissu.“

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...