Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verð á lambakjöti til framleiðenda umhugsunarefni!
Mynd / HKr.
Skoðun 1. september 2016

Verð á lambakjöti til framleiðenda umhugsunarefni!

Höfundur: Steinþór Auðunn Ólafsson, Fremri- Hjarðardal, Dýrafirði.
Nú er svo komið að sláturleyfishafar hafa enn ekki gefið út verð til bænda um haustslátrun 2016. Því skyldi það vera?
 
Það kemur fram í tilkynningu LS að algengt verð til framleiðenda sé 25–41% af endanlegu útsöluverði. Merkilegt nokk! Þarna er skiptingin af mismuninum 59–65%.
 
Sláturleyfishafi-Kjötvinnsla í flestum tilvikum sá sami.
 
Tökum dæmi af fyrirtæki sem framleiðir glugga í hús. Þar væri endanlegt söluverð til kaupenda 100.000 kr. Framleiðandi fengi 25–59% og milliliðir hirtu rest. Hvað er sanngjarnt við þetta?
 
Það hefur ekki verið nein samkeppni á milli sláturleyfishafa, sláturleyfishafar hafa borgað sama verð. Er verð til bænda samráð á milli sláturleyfishafa?
 
Steinþór Auðunn Ólafsson.
Í drögum að nýjum búvörusamningi er gert ráð fyrir 900 milljónum til markaðsstarfa. Engin trygging er fyrir því að ef árangur næst úr því starfi að hann skili sér til bænda. Þar eru slátur­leyfishafar einráðir í því hvað þeir borga fyrir lambakjöt og er allt í þeirra hendi.
 
Ég vitna í grein í Bændablaðinu, 15.tbl. 2016, þar sem Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS, segir  „samningsstaða bænda er engin í þessu máli“.
 
Ég tel ekki svo vera og hvet bændur til að setja ekki sláturlömb á sláturbíl fyrr en samið hefur verið við bændur um viðunandi verð. 
 
Þetta virkar ekki nema sauðfjárbændur standi saman sem einn maður! 
 
Steinþór Auðunn Ólafsson, Fremri- Hjarðardal, Dýrafirði.
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...