Verð hefur lækkað
Verð á evrópsku hveiti lækkaði mikið í síðustu viku og hefur ekki verið jafn lágt í lengri tíma. Þurrkar í Frakklandi draga úr uppskeru.
Verðlækkunina má rekja til þess að í nýlegri skýrslu frá Landbúnaðarstofnun Bandaríkjanna kemur fram að birgðir þar sé nægar. Út frá langtímaveðurspám fyrir Bandaríkin má gera ráð fyrir góðri uppskeru á kornbelti Bandaríkjanna og gæti verð í Evrópu því fallið enn meira þegar líða fer á haustið.
Skilyrði í Þýskalandi hafa verið kornbændum í vil undanfarið en talið er að rigningar geti tafið þegar kemur að uppskeru. Búist er við met uppskeru af korn í Svíþjóð á þessu ári.