Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Viðbótarfjármagn í varnargirðingar
Fréttir 17. júlí 2015

Viðbótarfjármagn í varnargirðingar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun mun fá viðbótarfjármagn í sumar til viðhalds á sauðfjárveikivarnargirðingum. Varnargirðingar skipta landinu upp í 23 sóttvarnasvæði og er bannað að flytja sauðfé á milli þessara svæði nema með leyfi Matvælastofnunar.

Girðingarnar gegna lykilhlutverki í aðgerðum til upprætingar landlægra smitsjúkdóma á borð við riðuveiki og hjálpa að stemma stigu við útbreiðslu nýrra smitsjúkdóma.

Strangar reglur gilda um flutning á lifandi dýrum, tækjum og ýmsum varningi yfir varnarlínur. Samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma nr. 25/1993 er Matvælastofnun heimilt að takmarka eða banna flutning dýra, vöru eða tækja milli eða innan sóttvarnarsvæða telji stofnunin að það valdi eða sé líklegt til að valda útbreiðslu sjúkdóma meðal dýra. Í lögunum segir ennfremur að óheimilt sé að flytja sauðfé til lífs yfir varnarlínur, nema þegar um er að ræða endurnýjun bústofns vegna niðurskurðar af völdum sjúkdóma og/eða vegna búháttabreytinga. Þar segir einnig að sleppi sauðfé yfir varnarlínur skuli því slátrað.

Nautgripi og geitur má aðeins flytja til lífs yfir varnarlínur að fram hafi farið sérstök rannsókn á heilbrigði þeirra. Nákvæmari ákvæði um flutning yfir varnarlínur er að finna í reglugerð um útrýmingu á riðuveiki (nr. 651/2001) og reglugerð um flutning líflamba (nr. 550/2008).

Á fjórða áratug síðustu aldar var landinu skipt upp í sóttvarnarsvæði (varnarhólf), sem afmörkuð eru með girðingum ásamt náttúrulegum hindrunum. Upphaflegur tilgangur þessa fyrirkomulags var að varna útbreiðslu sauðfjársjúkdóma sem borist höfðu með innflutningi á karakúlfé frá Þýskalandi árið 1933. Um var að ræða sjúkdómana garnaveiki og mæðiveiki (votamæði og þurramæði). Varnarhólfin voru liður í aðgerðum sem ráðist var í til útrýmingar sjúkdómunum. Fé var fargað á sýktum svæðum og nýtt tekið í staðinn frá ósýktum svæðum. Votamæði var útrýmt árið 1952 en þurramæði 1965. Ekki tókst jafn vel til með garnaveiki og er hún enn til staðar. Eftir að bólusetning var tekin upp hefur tíðni garnaveiki þó minnkað mikið og hefur henni verið útrýmt á nokkrum svæðum.
Riðuveiki er talin hafa borist til landsins með innflutningi á enskum hrúti árið 1878.

Varnargirðingar gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn veikinni, sem ekki hefur tekist að uppræta. Riða greindist á þremur bæjum á Norðurlandi vestra fyrr á árinu en hafði þá ekki greinst á landinu síðan árið 2010. Mikilvægt er að viðhalda smitvörnum og fagnar Matvælastofnun aukinni fjárveitingu í þennan mikilvæga málaflokk.
 

Skylt efni: Mast. girðingar

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...