Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjórn deildar svínabænda BÍ. Geir Gunnar Geirsson, Sveinn Jónsson og Ingvi Stefánsson formaður.
Stjórn deildar svínabænda BÍ. Geir Gunnar Geirsson, Sveinn Jónsson og Ingvi Stefánsson formaður.
Mynd / ÁL
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mars síðastliðinn. Endurskoðun tollverndar og fjárfestingastuðningur mikilvægustu málefna næstu missera var m.a. á dagskrá. Ingvi Stefánsson var endurkjörinn formaður.

Samkvæmt skýrslu formanns um stöðu búgreinarinnar kemur fram að ný reglugerð um velferð svína sé stjórn ofarlega í huga. Sú reglugerð var samin 2014 og mun innleiðing á auknum aðbúnaðarkröfum taka gildi 1. janúar 2025. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við bændur eigi greinin að dafna.

Í þessu samhengi var nefnt að fjárfestingastuðningur sem ætlaður er í endurnýjun á húsakosti skipti miklu máli. Ríkisvaldið hefur úthlutað fé til þessa, en svínabændur segja fjármagnið hafa dugað skammt.

Skipulagsmál reynast bænd­um erfið og eru mun meiri fjarlægðarmörk við smíði nýrra svínahúsa hérlendis en tíðkast í löndunum í kringum okkur. Þetta atriði vill deild svínabænda taka upp við endurskoðun búvörusamninga ásamt því að fá áheyrn viðeigandi ráðuneyta. Tollamál voru tekin til umræðu á fundinum, en aukningu á neyslu svínakjöts hefur í auknum mæli verið svarað með innflutningi á erlendu kjöti. Tollkvótinn, eða það magn sem má flytja tollfrjálst, hefur verið 700 tonn á ári síðan 2019 vegna samninga við ESB. Tollar á svínakjöti eru föst krónutala sem hefur ekki breyst frá árinu 1995 og er því magn svínakjöts sem flutt er inn á fullum tollum alltaf að aukast.

Á síðasta ári voru flutt inn 1.400.000 kílógrömm erlends svínakjöts, sem þýðir að helmingurinn var utan tollkvóta.

Félag svínabænda er enn starfandi, þó svo að nær öll starfsemi þess hafi flust yfir í deild svínabænda BÍ eftir uppstokkun félagskerfisins. Svínabændur vilja halda gamla félaginu lifandi fyrst um sinn og snúa helstu verkefni þess að umsýslu og sölu á erlendu kynbótasæði. Svínabændur borga 11-12 milljónir á ári fyrir aðgang að kynbótastarfi Norðmanna og spyrja þeir hvort ekki sé rétt að gera breytingar á lögum til að veita Íslendingum aðgang að kynbótastarfi fleiri þjóða. Frjósemi gyltanna er eitt mikilvægasta atriðið í kynbótum og mikilvægt að greinin fái aðgang að erfðaefni með skilvirkari hætti til að dragast ekki úr þeim í Danmörku og Þýskalandi.

Í stjórn voru kosnir Ingvi Stefánsson formaður, Geir Gunnar Geirsson og Sveinn Jónsson.

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.