Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Icehorse festival í Danmörku fer fram í íþróttahöll.
Icehorse festival í Danmörku fer fram í íþróttahöll.
Mynd / Rasmus M.Jensen
Fréttir 12. maí 2023

Vilja þjóðarhöll með hestaíþróttum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hestamenn vilja að gert verði ráð fyrir hestaíþróttum í nýrri þjóðarhöll í Laugardal í Reykjavík.

Í tilkynningu frá stjórn Lands­sambands hestamannafélaga sem send var á forsætisráðuneytið, mennta­ og barnamálaráðherra, Reykjavíkurborg, framkvæmda­nefnd um þjóðarhöll, ÍSÍ og fleiri segir að hestaíþróttin sé ein fárra íþróttagreina sem ekki hefur aðgang að löglegum keppnisvelli innanhúss og það standi íþróttinni verulega fyrir þrifum.

Bent er á að Landssamband hesta­mannafélaga sé fjórða fjölmennasta sérsambandið innan ÍSÍ, en í því eru 12.151 iðkandi.

„Í tillögum framkvæmdanefndar um þjóðarhöll kemur fram að í höllinni verði fjölnota gólf og sæti verði að hluta til hreyfanleg.

Með það í huga frá upphafi hönnunar ætti að vera hægt að koma fyrir keppnisgólfi fyrir hestaíþróttir svo keppa megi á löglegum keppnisvelli innanhúss.

Mörg dæmi eru um slíkt erlendis og má nefna Icehorse festival í Danmörku þar sem þúsundir áhorfenda fylgjast ár hvert með stærsta innanhússmóti heims í Íslandshestaíþróttum í fjölnota sýningarhöll,“ segir í tilkynningunni.

Stjórn Landssambands hesta­mannafélaga segist því gera þá kröfu að gert verði ráð fyrir hestaíþróttinni í nýrri þjóðarhöll þegar hugað verður að hönnun gólfs, aðkomu og aðstöðu fyrir hesta og hestakerrur, einnig í rekstrar­ og fjárhagsáætlun sem og þegar hugað verður að framtíðarskipulagi og tímatöflum hallarinnar.

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.