Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Horft yfir fundarsalinn á Grand Hótel.
Horft yfir fundarsalinn á Grand Hótel.
Mynd / umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Fréttir 16. ágúst 2018

Vinna hafin við endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum

Höfundur: smh

Fyrsta skrefið í endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum var tekið á þriðjudaginn á samráðsfundi umhverfis- og auðlindaráðherra. Markmið fundarins var að leita eftir sjónarmiðum fundargesta á málinu en til fundarins var boðið félagasamtökum, framkvæmdaraðilum, sveitarfélögum, stofnunum, háskólafólki og öðrum hagsmunaaðilum.

Samkvæmt tilkynningu á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins var húsfyllir á fundinum, sem haldinn var á Grand Hótel og var með svokölluðu þjóðfundarsniði.  

Í tilkynningunni kemur fram að eftir inngangserindi ráðherra tóku fundargestir þátt í samtali með áðurnefndu þjóðfundarsniði á borðum, þar sem leitast var við að svara ákveðnum grundvallarspurningum varðandi mat á umhverfisáhrifum. Spurt var um með hvaða hætti hægt sé að tryggja sem best lýðræðislega aðkomu almennings, félagasamtaka og hagsmunaaðila að ferli við mat á umhverfisáhrifum – og hvernig hægt sé að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum.

Að baki liggur verndun umhverfisins

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði í sínu erindi að lög um mat á umhverfisáhrifum væri mikilvægt tæki við ákvarðanatöku í málum sem varða umhverfi og náttúru –  enda sé þeim meðal annars ætlað að tryggja aðkomu almennings að henni. „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er talað um að gera málsmeðferð skilvirkari og tryggja rétt samtaka almennings að ákvörðunum á fyrri stigum leyfisveitingarferlis án þess að ganga á rétt þeirra. Þarna er ákveðið leiðarljós sem kannski má stytta ofan í tvö orð: lýðræði og skilvirkni. Að baki liggur síðan auðvitað verndun umhverfisins,“ sagði Guðmundur Ingi.

Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að á næstunni verði skipaður starfshópur til að vinna að endurskoðun laganna. „Samhliða verður ráðinn sérfræðingur sem mun hafa það verkefni að greina núverandi löggjöf og skoða sambærilega löggjöf og ferli umhverfismats í okkar nágrannaríkjum. Þá verður á næstu dögum opnað fyrir samráð í Samráðsgátt Stjórnarráðsins þar sem kallað verður eftir hugmyndum almennings og hagaðila um hvaða breytinga sé þörf á lögum um mat á umhverfisáhrifum,“ segir í tilkynningunni.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...