Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Vistfugl á leið í verslanir
Mynd / FR
Fréttir 29. ágúst 2014

Vistfugl á leið í verslanir

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Á Móum á Kjalarnesi rekur Matfugl kjúklingabú þar sem að jafnaði eru aldir um 40.000 kjúklingar. Í einu húsanna sem eru uppi á Móum stendur nú yfir tilraun sem gengur út á að kjúklingar sem þar eru aldir fái umtalsvert meira rými en venjan er, njóti dagsbirtu og síðast en ekki síst hafi færi á að fara út. Þessa kjúklinga hyggst fyrirtækið markaðssetja undir merkinu Vistfugl.

Venjan er sú að í hverju húsi séu um 7.000 fuglar aldir. Vistfuglarnir eru hins vegar aðeins 5.500 og stefnan er sú að fækka þeim niður í 5.000 í næsta eldishópi og gefa þeim þar með enn meira rými. Fuglarnir geta farið út hvenær sem þá fýsir en opnar lúgur eru á húsinu út á útipláss sem er steypt og afgirt. Þá eru gluggar á húsunum, sem ekki er venjan, þannig að fuglinn nýtur sólarljóss hvort sem hann er inni í húsinu eða úti. Hann þolir illa bleytu og líkar illa við vind og því er byggt þak yfir útiplássið sem auk girðingarinnar ver kjúklingana fyrir vargi, bæði vargfugli, ref og mink. Ekki er ráðlegt að sleppa kjúklingunum lausum í meira mæli en þetta til að koma í veg fyrir smithættu, til að mynda kamfýlóbakter, í hópinn.

„Fuglinn lítur mjög vel út og virðist vera jafnstór og þeir fuglar sem aldir eru inni. Þeir eru rólegri og minna stress á þeim. Fóðrið í þennan fugl er sérlagað, það er ekkert erfðabreytt hráefni í því sem gerir það eilítið dýrara. Í þessu fóðri er bygg, sem er ekki mjög hefðbundið í alifuglafóðri. Við framleiðum bygg sjálfir og þegar við uppskerum í haust verður íslenskt bygg í fóðrinu. Við vonumst til að geta notað það heilt til að fuglinn geti dundað sér við að týna það upp,“ segir Sveinn Jónsson framkvæmdastjóri Matfugls.

Verður dýrari en vanalegur kjúklingur

Stefnt er að því að slátra fuglunum í þessari viku og má búast við honum á markað í næstu viku. Stefnt er að því að selja kjúklingana heila og frosna fyrst um sinn. Sveinn segir að um sé að ræða fyrsta skref og athyglisvert verði að sjá hvernig markaðurinn muni bregðast við.

„Þessi kjúklingur verður dýrari en sá sem er fyrir í búðum, það eru færri fuglar í húsunum og fóðrið er dýrara. Ég gæti trúað að framleiðslukostnaður við þennan kostnað verði á bilinu 40 til 50 prósent dýrari en við venjulegan kjúkling. Við höfum hins vegar ekkert um útsöluverð að segja, það ákvarðast af versluninni þannig að það er ómögulegt fyrir mig að slá á verð á þessum kjúklingum út úr búð. Neytendur hafa hins vegar kallað eftir þessari vöru og við vonumst til að þeir muni taka vel á móti vistfugli þegar hann kemur í verslanir.“

Vilja flytja inn annan stofn

Kjúklingarnir sem um ræðir eru af hefðbundnum skoskum stofni sem allir kjúklingaframleiðendur hér á landi nota. En hentar sá stofn í þessa útiræktun? „Þessi stofn er ekki ræktaður með útiræktun í huga en þrátt fyrir það vex hann vel og plummar sig. Það hafa ekki fylgt honum nein vandamál og það er ekki kamfýlóbaktersýking í honum, það kom í ljós þegar við tókum sýni úr honum á dögunum. Við erum hins vegar að velta því fyrir okkur að fá annan stofn til kynblöndunar, stofn sem hentar mjög vel til þessarar útiræktunar, en það yrði talsverður kostnaður fólginn í því. Þess vegna verðum við að meta stöðuna fyrst.“
 

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...