Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Yfirgnæfandi meirihluti vill betri upprunamerkingar matvæla
Mynd / Samtök verslunar og þjónustu
Fréttir 23. september 2014

Yfirgnæfandi meirihluti vill betri upprunamerkingar matvæla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt könnun Samtaka verslunar og þjónustu skiptir meira en fjóra af hverjum fimm Íslendingum máli að upplýsingar um upprunaland séu á umbúðum matvæla við ákvörðun um kaup.

Tæpur helmingur, 48%, að það skipti miklu máli og rúmur þriðjungur,35%, að það skipti nokkru máli. Aðeins 17% telja að það skipti litlu eða engu máli. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin sem eru í samstarfi um bættar upprunamerkingar matvæla. Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga telur að bæta þurfi upprunamerkingar.

11%, telur skort á upplýsingum vera í lagi

Rúmlega sjö af hverjum tíu landsmanna að það sé óásættanlegt að upprunaland hráefnis sé ekki getið á umbúðum unninna matvæla. Dæmi um slíkar afurðir eru t.d. innfluttar svínasíður sem eru reyktar og sniðnar í beikon, en samkvæmt gildandi reglum telst land vera upprunaland ef umtalsverð umbreyting vörunnar hefur átt sér stað. Tæpur helmingur, 46%, telur slíkar merkingar algerlega óásættanlegar og fjórðungur, 25%, telur þær að litlu leyti ásættanlegar.  Aðeins tíundi hver, 11%, telur skort á upplýsingum vera að mestu eða öllu leyti vera í lagi.

Loks telja tæplega níu af hverjum tíu, 86%, það skipta miklu eða nokkru máli að fá upplýsingar um upprunaland aðalinnihaldsefnis í kjötvörum sem eru unnar úr fleiri en einu hráefni, s.s. áleggi, pylsum og bökum. Tíundi hver telur það skipta litlu máli en aðeins 4% telja að það skipti engu máli. 

Vaxandi áhersla á upprunamerkingar

Árið 2006 var gerð norræn könnun á viðhorfum almennings til upprunamerkinga matvæla. Úrtakið þá var 1.000 einstaklingar. Niðurstöður hennar voru að áhersla Íslendinga á upprunamerkingar var heldur minni en hinna þjóðanna. En þessi könnun sýnir að áhersla Íslendinga á upprumamerkingar hefur aukist umtalsvert og er orðin svipuð og þá var meðal annarra Norðurlanda. Árið 2006 töldu 73% Íslendinga upprunamerkingar matvæla vera mikilvægar samanborið við 83% nú. Þar af töldu 34% árið 2006 merkingarnar vera mjög mikilvægar en 48% nú. Þá töldu 59% Íslendinga skort á upplýsingum um upprunaland hráefnis unninna vara vera óásættanlegan en 71% nú. Loks töldu fjórir af hverjum fimm, 82% árið 2006 það vera mikilvægt að upprunaland aðalhráefnis unninna kjötvara væri getið á umbúðum sem er svipuð niðurstaða og nú 86%.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...