Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Aflúrtök eða drifsköft á vinnuvélum eru alltaf hættuleg og drifskaftshlífar eru því lífsnauðsynlegar.
Aflúrtök eða drifsköft á vinnuvélum eru alltaf hættuleg og drifskaftshlífar eru því lífsnauðsynlegar.
Fréttir 17. mars 2020

„Erfiðasta verkið var að horfa á foreldri jarða barn sitt“

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is
Þar sem ég ólst upp var barna­skólinn heimavistarskóli og skólastjórinn var fyrrverandi prestur. Það er enn í minningunni eins og að gerst hafi í gær þegar hann kallaði allan skólann saman og færði okkur þá sorgarfrétt að skólasystir okkar hefði látist úr skyndilegri veiki eftir stutta sjúkralegu. 
 
Næstu daga var skrítið að vera í skólanum þar sem alltaf hafði verið kliður og gleði, þessir dagar voru fyrir okkur flestum krökkunum fyrsti ástvinarmissir. Seinna þegar ég og skólastjórinn sátum yfir tafli spurði ég hann út í eftirminnilegar setningar frá þessari stund þegar hann tilkynnti okkur um andlát skólasystur okkar. Hann svaraði að hans erfiðasta verk úr fyrra starfi sem prestur hafi verið að jarða strák sem látist hafði í slysi og úr líkræðu sinni frá því hafi ósjálfrátt komið setningar þennan dag.
 
Hann lokaði þessari erfiðu spurningu minni á þeim eftir­minnilegu orðum að ekkert foreldri ætti að þurfa að ganga í gegnum þá skelfilegu raun að þurfa að jarða barnið sitt.
 
Slys á börnum og unglingum eru svipuð í landbúnaði um allan heim
 
Í von um efnisval í þennan pistil fylgist ég með mörgum vefsíðum þar sem ég get náð í fræðandi efni. Fyrir nokkrum dögum rakst ég á fyrirlestur konu sem starfar við að safna og skrá upplýsingar um slys og banaslys ungmenna sem vinna og eiga heima á sveitabæjum í Bandaríkjunum. Konan heitir Barbara Lee og er forvarnarfulltrúi hjá National Children’s Center for Rural and Ag Health and Safe og hélt þennan fyrirlestur á ráðstefnu um öryggi í landbúnaði í janúar síðastliðinn, en í Bandaríkjunum slasast um 33 börn daglega og nálægt þriðja hvern dag verður banaslys á barni undir 18 ára aldri.
 
Barbara Lee.
Stytt brot úr fyrirlestri Barböru sem hún nefnir: „Hvað er að drepa börnin okkar?“ með minni þýðingu:   
„Ég vil ekki nota orðið slys til að lýsa neinu af þessum atvikum því hægt hefði verið að koma í veg fyrir þau, þau áttu sér stað vegna lélegra ákvarðana sem teknar voru af þeim sem bera ábyrgð. Við viljum ekki kenna neinum um, en á sama tíma þarf að finna leið til að stöðva þessi fjölmörgu slys. Flest slys verða á ungmennum í og við notkun dráttarvéla, eða rúmlega helmingur.“
 
Næst fór Barbara í að tilgreina og lýsa einstökum slysum og banaslysum sem ég ætla að sleppa.
 
Unglingar á aldrinum 15–17 ára í mestri hættu
 
Bændur sem eiga börn verða að muna að þeir eru foreldri í fyrsta sæti og bændur í öðru sæti. Fáir staðir eru eins yndislegir til að ala upp börn og á bændabýlum, en að sama skapi eru fáir staðir jafn hættulegir. Ef það þarf að sinna börnunum þá verður að sinna þeim, sérstaklega smábörnum, en búskaparvinnan verður að bíða því börnin verða alltaf að vera númer eitt. 
 
Fáir staðir eru eins yndislegir og að sama skapi hættulegir að ala upp börn á sveitabæjum. Börn á bændabýlum eru oft í mun hættulegri aðstæðum en jafnaldrar þeirra. Unglingar á aldrinum 15 til 17 ára sem starfa við landbúnað eru 45 sinnum líklegri til að deyja í starfi en unglingar sem vinna við önnur störf.
 
 
Sjaldan eru foreldrar ákærðir fyrir gáleysi eftir slys barna þeirra
 
Þegar foreldri í þéttbýli skilur barn eftir lokað inni í heitum bíl er það refsivert og foreldrið má búast við lögsókn í Bandaríkjunum (tilraun til manndráps eða manndráp af gáleysi). Afar sjaldgæft er að foreldri eða forráðamenn séu sótt til saka fyrir slys á bóndabýlum, en í einu ríki Bandaríkjanna var aðeins í 11 tilfellum ákært og í einu dómsmáli var foreldri dæmt.
 
Var dæmda gert að borga 150 dali í sekt og skila 50 klukkustunda samfélagsvinnu. Fólst það í að hann þurfti að segja frá slysinu í fundaherferð með forvarnarfulltrúum um varnir slysa í landbúnaði.
 
Í Bandaríkjunum slasast að meðaltali 33 börn daglega á bændabýlum, í 25% koma dráttarvélar við sögu, önnur farartæki og fjórhjól 17% og drukknun 16%.
 
Í auglýsingaherferðinni Keep Kids Away from Tractors (haldið börnum frá dráttarvélum), var ein auglýsingin með fyrirsögninni; „Það er auðveldara að jarða hefðina en barn.“
 
Þetta er aðeins brot úr fyrirlestri sem Barbara Lee flutti, en fyrir áhugasama sem vilja fræðast meira má finna alla greinina sem vitnað er í á vefsíðunni https://dairystar.com/.
Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...