„Frjálsar“ hænur ekki frjálsar
Kjúklingabúið Bredenbecker Geflügel GmbH í neðra Saxlandi hefur viðurkennt að hafa blekkt viðskiptavini sína í fjölda mörg ár og hafa slátrað og selt þúsundir búrhænsna sem „free rance“ eða hænur sem fá að ganga frjálsa.
Á umbúðunum sem kjötið var selt í var vottað og sagt að kjúklingarnir væru aldir við bestu hugsanlegu skilyrði en ekki ekki í búrum. Umrædd vottun, Neuland, á að tryggja að kjúklingarnir sé ræktaðir eftir ströngustu kröfum og að aðbúnaður dýranna sé eins og best verður á kosið.
Talsmaður Neuland segir í frétt á vefsíðunnu TheLocal að vottunarstöðin muni að öllum líkindum fara í mál við framleiðendann vegna misnotkunar á vottuninni.