Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Candy Bar barnapeysa
Hannyrðahornið 10. október 2019

Candy Bar barnapeysa

Höfundur: Handverkskúnst

Litrík og skemmtileg peysa úr smiðju Drops, prjónuð úr hinu vinsæla Air garni. Ekki skemmir fyrir að garnið í hana fer á 30% afslátt hjá okkur 14. október nk.

Peysan er prjónuð ofan frá og niður með hringlaga berustykki og laskalínu. 

Stærðir:  (12/18 mánaða) 2 (3/4) 5/6 (7/8) 9/10 ára.

Garn:  Drops Air (einnig hægt að nota Drops Nepal)

Bleikur nr 20: (50) 50 (50) 50 (50) 100 g

Ljósbleikur nr 08: (50) 50 (50) 50 (50) 100 g

Gulur nr 22: (50) 50 (50) 100 (100) 100 g

Sægrænn nr 27: (50) 100 (100) 100 (100) 100

Prjónar: Sokka- og hringprjónar 60-80 cm, nr 4 og 5 eða sú stærð sem þarf til að 17 lykkjur x 22 umferðir í sléttu prjóni = 10x10 cm.

Rendur: Rendur eru prjónaðar í öllu stykkinu þannig:

Prjónið (10½) 11 (12) 13 (14) 15 cm með bleikur, (8½) 9 (10) 11 (12) 13 cm með gulu og (8½) 9 (10) 11 (12) 13 cm með sægrænum. Prjónið síðan stykkið til loka með ljósbleikum.

Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

Útaukning (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 46 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 40) = 1,15.

Í þessu dæmi er aukið út næstum því á eftir hverri lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.

Laskalína: Aukið er út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Öll útaukning er gerð frá réttu. Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja) og sláið uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðinn svo að ekki myndist gat.

Peysa: Berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna.

Berustykki: Fitjið upp (46) (52) 54 (56) 60 (60) lykkjur á hringprjón 4 allt stykkið er prjónað í RENDUR – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 6 umferðir garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 5 og setjið 1 prjónamerki í stykkið hér, HÉÐAN ER NÚ MÆLT. Í næstu umferð er aukið út um (40) 42 (42) 44 (48) 50 lykkjur jafnt yfir – sjá útaukning í útskýringu að ofan = (86) 94 (96) 100 (108) 110 lykkjur. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist (3) 3 (3) 3 (3) 3 cm. Í næstu umferð er aukið út jafnt yfir (36) (38) 38 40 (46) 48 lykkjur = (122) 132 (134) 140 (154) 158 lykkjur. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist (7) 7 (7) 7 (7) 7 cm. Í næstu umferð er aukið út um (30) 32 (38) 40 (42) 42 lykkjur jafnt yfir = (152) 164 (172) 180 (196) 200 lykkjur. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist (11) 11 (12) 12 (13) 13 cm – munið eftir röndunum. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna þannig: Setjið 1 prjónamerki eftir (45) 47 (49) 51 (55)-57 lykkjur (= bakstykki), setjið næsta prjónamerki eftir (31) 35 (37) 39 (43) 43 lykkjur (= ermi), setjið næsta prjónamerki eftir (45) 47 (49) 51 (55) 57 lykkjur (= framstykki) og setjið síðasta prjónamerki eftir (31) 35 (37) 39 (43) 43 lykkjur (= ermi). Prjónið síðan í slétt og í fyrstu umferð á að auka út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (8 lykkjur fleiri í hverri útaukningu). Aukið út í annarri hverri umferð alls (2) 3 (3) 4 (4) 5 sinnum = (168) 188 (196) 212 (228) 240 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist (13) 14 (15) 16 (17) 18 cm frá prjónamerki. Skipting bols og erma:  Prjónið (49) 53 (55) 59 (63) 67 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu (35) 41 (43) 47 (51) 53 lykkjur á band fyrir ermi, fitjið upp 6 nýjar lykkjur, prjónið ((49) 53 (55) 59 (63) 67 lykkjur (= framstykki), setjið næstu (35) 41 (43) 47 (51) 53 lykkjur á band fyrir ermi, fitjið upp 6 nýjar lykkjur. Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvort fyrir sig. Héðan er nú mælt
Fram- og bakstykki = (110) 118 (122) 130 (138) 146 lykkjur. Prjónið áfram slétt og rendur eins og áður þar til stykkið mælist (12) 14 (16) 19 (22) 25 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 2 cm til loka). Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (1 slétt og 1 brugðið) þar til stroffið mælist ca 2 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

Ermar: Setjið (35) 41 (43) 47 (51) 53 lykkjur af bandi á sokkaprjóna 5, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = (41) 47 (49) 53 (57) 59 lykkjur. Setjið prjónamerki mitt í 6 lykkjurnar undir ermi = upphaf umferðar. Prjónið slétt í hring og rendur þar til stykkið mælist ca (12) 16 (21) 24 (27) 31 cm (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca (4) 4 (4) 4 (5) 5 cm til loka). Í næstu umferð er fækkað um (14) 18 (18) 22 (24) 26 lykkjur jafnt yfir í umferð = (27) 29 (31) 31 (33) 33 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið stroff (1 slétt, 1 brugðið) þar til stykkið mælist (4) 4 (4) 4 (5) 5 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina ermina alveg eins.

Gangið frá endum, þvoið flíkina og leggið til þerris.

Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

 

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...