Húfa með dúski
Stærðir:
S M L
Efni:
100 g plötulopi frá Þingborg eða Ístex
Prjónar:
Hringprjónar nr 4,5 og 6 40 sm langir, sokkaprjónar nr 6
Aðferð:
Prjónað er úr lopanum þreföldum, húfan er prjónuð í hring
Húfan:
Fitjið upp 64-68-68 l á hringprj nr 4,5 og prj 2 sl og 2 br 8 umf. Skiptið yfir á hringprj nr 6. *Prjónið 2 umf sl og svo 2 umf 2 sl og 2 br*, endurtakið þetta 5-6-7 x. Ef vill er hægt að hafa húfuna dýpri, bætið við mynsturumferðum hér.
Prj eina umf sl. Í næstu umf sem einnig er prj sl er tekið úr svona: *Prj 2 l sl, prj 2 l saman*. Endurtakið út umf. Því næst eru prj 2 umf með 2 l sl og 1 l br.
Í næstu umf er skipt yfir á sokkaprjóna nr 6. Þá eru 2 umf prj sl og í þeirri fyrri eru tekið úr svona: *Prj 2 l saman, prj 1 l sl*. Endurtakið út umf. Prj 3 umf 1 sl og 1 br. Slítið frá og hafið endann í lengra lagi.
Nú eru lykkjurnar teknar saman í kollinn:
Setjið nál á endann, þræðið í brugðnu lykkjurnar og geymið þær sléttu á prjóninum. Gerið þetta út umf og herðið vel að. Gætið þess að slíta ekki endann, snúið aðeins upp á þráðinn þá verður hann sterkari. Þræðið síðan í sléttu lykkjurnar og herðið vel að og stingið svo endanum yfir á rönguna og gangið frá endanum, og eins frá endanum við uppfitina.
Þvoið húfuna í volgu vatni og leggið til þerris.
Á þessa húfu er upplagt að setja dúsk.