Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dæmi um lífræna matarafganga í bokashi-tunnu.
Dæmi um lífræna matarafganga í bokashi-tunnu.
Á faglegum nótum 24. maí 2023

Hvað er Bokashi?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bokashi er loftfirrt verkun á lífrænu sorpi, laus við lyktarmengun. Með þar til gerðum tunnum, örverum og réttu vinnulagi tekur nokkrar vikur fyrir sorpið að verða að nothæfum lífrænum áburði.

Í stuttu máli snýst bokashi um að súrsa matarafganga og annað heimilissorp. Gerjunin sem á sér stað á margt sameiginlegt með verkun á votheyi. Til að nýta þessa aðferð þarf þar til gerðar bokashi tunnur. Þær eru eins og lítill súrheysturn; loftþéttar, með fölskum botni og rými fyrir vökvann sem lekur frá sorpinu. Á botninum er ventill til að tappa af vökvanum eftir þörfum. Uppruni verkunaraðferðarinnar er talinn koma frá Austurlöndum fjær og er orðið dregið úr japönsku. Á því tungumáli þýðir bokashi „gerjað lífrænt efni“.

Samanborið við margar aðrar aðferðir við að jarðgera lífrænt sorp, er bokashi nánast lyktarlaus. Einungis kemur óþefur rétt á meðan tunnan er opnuð og þá sérstaklega ef gerjunin hefur misheppnast. Matarafgöngunum er sturtað í tunnuna einu sinni á dag. Jafna þarf hvert lag og þjappa til að minnka aðgengi súrefnis. Gott er að vera með ílát til að safna matarafgöngum yfir daginn og bæta á tunnuna einu sinni á sólarhring. Bokashi mjöli er sáldrað yfir hvert lag, en það er klíð smitað með gerlunum sem koma réttri verkun af stað.

Hægt er að nota svo gott sem alla matarafganga sem hráefni í bokashi. Til þess að massinn verði sem þéttastur er rétt að búta niður stórar einingar. Ekki er mælt með að setja mikinn vökva, olíu og maíspoka. Matvæli sem eru mjög mygluð geta jafnframt spillt verkuninni.

Með tímanum lekur vökvi í gegnum sigtið í botninum. Safinn inniheldur mikið köfnunarefni og er hægt að nýta hann til þriggja hluta, eða skola í niðurfall. Í fyrsta lagi er hægt að þynna hann út og nota sem áburð. Hlutföllin eru einn hluti safa á móti eitt til tvö hundruð hlutum af vatni. Í öðru lagi er hægt að taka vökvann óþynntan og drepa með honum illgresi. Í þriðja lagi er hægt að setja vökvann óþynntan í niðurfall og losa stíflur.

Þegar tunnan er full er hún tekin til hliðar og matarafgöngunum gefinn tími til að súrsast í tvær vikur við stofuhita. Á meðan þarf að hafa aðra tunnu til taks og fylla á meðan sú fyrri fær að bíða. Að gerjunartímanum liðnum er hægt að taka sorpið og setja í moltutunnu eða grafa í beð og þekja með mold. Þar brotnar hráefnið niður á skömmum tíma og nýtist sem lífrænn áburður í garðrækt.

Tilraunir hafa verið gerðar hér á landi við að verka lífrænan úrgang sem fellur til í búskap sem áburð á tún. Þá er honum safnað í stæður utandyra, sem lokað er fyrir með plastdúk – svipað og við verkun heys í útistæður.

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....