Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þau Guðlaug Björk Eiríksdóttir (Rúi) og Ingvar Örn Arngeirsson (Stúi) kitla hláturtaugar leikhúsgesta svo sannarlega.
Þau Guðlaug Björk Eiríksdóttir (Rúi) og Ingvar Örn Arngeirsson (Stúi) kitla hláturtaugar leikhúsgesta svo sannarlega.
Líf&Starf 7. október 2021

Leikfélag Kópavogs – Rúi og Stúi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Kópavogs, sem hefur aðsetur að Funalind 2, hefur nú sextugasta og fjórða leikár sitt, en leikfélagið var formlega stofnað í ársbyrjun árið 1957.

Fyrsta verkefni sem félagið tók sér fyrir hendur var hinn sprenghlægilegi gamanleikur Spanskflugan eftir Arnold og Bach sem var sýndur við mikinn fögnuð áhorfenda. Sú sýning, í leikstjórn Ingibjargar Steinsdóttur leikstjóra, var haldin í Barnaskóla Kópavogs, þar sem á þeim tíma var ekki til húsnæði í bænum undir leiksýningar.

Tveimur árum síðar fluttist þó starfsemi félagsins í Félagsheimili Kópavogs þar sem það hafði aðsetur til ársins 2007, en þá hófst flutningur í núverandi húsnæði. Fyrsta sýning í nýju húsnæði var svo nýstárleg uppsetning á Skugga-Sveini í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.

Nú fyrr á árinu settu félagsmenn leikfélagsins á laggirnar barnaleikritið Rúa og Stúa en hætta þurfti sýningum í miðju kafi vegna Covid-19. Hefur nú þráðurinn verið tekinn upp að nýju og víst er að landsmenn muni hafa mikla skemmtan af.

Leikritið fjallar um grallarana og uppfinningamennina Rúa og Stúa – en þeir hafa fundið upp vél sem „getur allt“. Býr til og gerir við hluti auk þess að geta gert nákvæma afsteypu af bæjarstjóranum. En vélin bilar, bæjarstjórinn hverfur og allt kemst í uppnám. Bæjarstjórinn hverfur og dularfull kráka og enn dularfyllri stórþjófur koma öllu í uppnám.

Þarna er um að ræða líflega og skemmtilega sýningu fyrir alla aldurshópa, en þessi hluti leikhópsins samanstendur af átta manns, þrælvönum og sprellfjörugum.

Sýningar verða allar helgar í október. Upplýsingar um sýningartíma og annað er viðkemur sýningunni má fá á vef LK, www.kopleik.is.

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....