Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveitu­framkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 31. mars 2021. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveitu­framkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 31. mars 2021. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.
Mynd / HKr.
Lesendarýni 16. febrúar 2021

Þrír milljarðar til úrbóta í frárennslismálum sveitarfélaga

Höfundur: Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Fráveitumál eru afar mikilvæg umhverfismál en aukin hreinsun skólps dregur úr mengun vatns og sjávar. Ég hef í ráðherratíð minni lagt ríka áherslu á að gera gangskör í þessum málum. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar frá haustinu 2017 kemur fram að gera þurfi átak í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Úttekt Umhverfisstofnunar frá sama ári sýndi að úrbóta væri víða þörf á landinu. Ef litið væri til stærri þéttbýlisstaða á landsbyggðinni, þar sem byggju fleiri en 2.000 manns, væri einungis fullnægjandi skólphreinsun á 9 stöðum af 32.

Nú hefur þetta loforð verið efnt. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti á dögunum til umsóknar styrki vegna fráveituframkvæmda sveitarfélaga, en í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að 800 m.kr. verði varið í styrkina. Áður hafði 200 milljónum króna verið varið til þessa á árinu 2020, í gegnum fjárfestingaátak ríkisstjórnarinnar í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Þannig hefur ríkið nú tekið aftur upp stuðning við sveitarfélög til að ráðast í úrbætur í fráveitumálum og munu 3 milljarðar fara í slíkan stuðning á næstu fimm árum.

Skilyrði er að framkvæmdin sé áfangi í heildarlausn á fráveitu­málum sveitarfélagsins og í samræmi við áætlun sem hlotið hefur samþykki ráðuneytisins. Þetta geta verið framkvæmdir við safnkerfi fráveitna, hreinsivirki, dælustöðvar og útrásir, en einnig úrbætur á hreinsun ofanvatns, til dæmis til að draga úr mengun af völdum örplasts. Á árinu 2019 lét ég vinna úttekt á uppsprettum örplastsmengunar hérlendis og mér finnst mikilvægt að stuðningurinn nýtist jafnframt til að draga úr henni. Úttektin sýndi að megnið af örplastsmengun berst til sjávar með ofanvatni í gegnum fráveitur.

Fráveituframkvæmdir eru oft umfangsmiklar og dýrar og í sumum tilfellum af þeirri stærðargráðu að smærri sveitarfélög eiga ein og sér mjög erfitt með að ráða við þær fjárhagslega. Af þessum ástæðum er stuðningur ríkisins í þessum málaflokki ekki síður mikilvægur. Og um leið er hægt að efla atvinnulífið með auknum framkvæmdum, á tímum þar sem ekki er vanþörf á.
Umsóknarfrestur vegna styrkjanna í ár er til 31. mars en umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun auglýsa árlega eftir umsóknum.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Höfundur er umhverfis-
og auðlindaráðherra.

Skylt efni: frárennslismál

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....