Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðný Heiða Ásgeirsdóttir.
Guðný Heiða Ásgeirsdóttir.
Lesendarýni 26. október 2017

Algert kjaftshögg

Höfundur: Guðný Heiða Ásgeirsdóttir sauðfjárbóndi
Eftir gott vor, grasgefið sumar og hlýja haustbyrjun fékk ég í hönd vigtarseðlana úr sláturhúsinu fyrir fyrstu lambasendinguna þetta haustið.
 
Niðurstöðutölurnar á þeim líta bara vel út, þ.e.a.s. allar tölur yfir lömbin sjálf, þau eru með betra móti og sýna að allt potast í rétta átt í búskapnum. En glansinn fer hratt af þegar litið er á krónutölur á kíló, þær eru ekki til þess fallnar að rífa upp sjálfstraustið þetta haustið, hvað þá að viðhalda bjartsýni um rétta leið í búskapnum. Sérstaklega þar sem áburðar- og rúlluplastsreikningar eru að detta á eindaga og stórir gjalddagar á jarðakaupaláni, húsnæðisláni og vélakaupalánum eru líka að bresta á. Eðlilega, þar sem að á haustin fá sauðfjárbændur stærsta part sinnar innkomu og fleiri en ég stilla örugglega upp greiðslum samkvæmt því. 
 
Verðlækkun upp á 35% á afurðaverði frá því í fyrra er algert kjaftshögg, eina sem í raun er hægt að gera er að reyna að þrauka og bíða þess að jafnvægi komist aftur á þessi mál, að forysta okkar bænda og stjórnvöld finni leiðir út úr þessum bráðavanda áður en heilu byggðirnar riða til falls. Ég ætla ekki að rekja hér téðar orsakir fyrir þessari stöðu, umræðan hefur tæplega farið framhjá neinum. Horfurnar voru hins vegar ljósar forystufólki LS á útmánuðum og þar á bæ var búið að stilla upp hugsanlegum leiðum og aðferðum við að draga úr högginu en illa gekk að ná eyrum þáverandi stjórnvalda.
 
Nú er aftur komið að kosningum og ég vil benda bændum á að smella sér inn á netið og á heimasíðuna vg.is og lesa þar tveggja ára gamla landbúnaðarstefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Hún er metnaðarfull og skýr og hljóðar upp á nauðsyn þess að hafa öflugan landbúnað í landinu og að það haldist í byggð. Einnig er þar áhersla á að framleiða hér heima sem mest af þeirri matvöru sem Íslendingar og gestir þeirra þurfa,  í sátt við náttúruna og með sem minnstu kolefnisspori, og með dýravelferð í fyrirrúmi. Í stefnu VG er líka kveðið á um verndun íslenskra búfjárkynja og nauðsyn þess að flóra og fána Íslands njóti alltaf vafans.  Landsfundur VG nú í byrjun október vísaði í stefnuna við gerð ályktunar sem samþykkt var á fundinum og hljóðar upp á að ráðast þurfi í aðgerðir til að draga úr tekjuskerðingu sauðfjárbænda strax og nýtt þing kemur saman. Ályktunin kveður líka á um að finna varanlegri  lausnir og marka skýra stefnu til framtíðar fyrir greinina í samstarfi  bænda, stjórnvalda og sláturleyfishafa og leitast við að endurreisa traustið milli þessara aðila en það má alveg segja að það hafi beðið hnekki að undanförnu. 
 
VG hefur ekki oft verið í ríkisstjórn og aldrei sem stærsti flokkurinn þar inni. Það væri mikil og spennandi áskorun fyrir VG að fá umboð kjósenda til að ná þeirri stöðu og fá þar með tækifæri til að standa við stóru orðin að loknum kosningum.
 
Guðný Heiða Ásgeirsdóttir
Höfundur er sauðfjárbóndi og skipar annað sætið á lista VG í Suðurkjördæmi.
Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...