Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændur standa vaktina
Lesendarýni 19. mars 2020

Bændur standa vaktina

Höfundur: Heiðbrá Ólafsdóttir

Samfélagið okkar er litað af COVID-19 og áskoranir þjóðfélagsins hrannast upp. Mikilvægi íslensks landbúnaðar sannar sig enn á ný, mikilvægi þess að þjóð lengst út í ballarhafi búi við fæðuöryggi. 

Íslenskur landbúnaður er allskonar og á bakvið landbúnaðinn standa allskonar bændur. Bændur sem eru í allskonar aðstæðum og í öllum veðrum allt árið í kring að sinna sínum búskap, að gera það sem þarf að gera. Íslenskur landbúnaður samanstendur af bændum um land allt sem eiga það sameiginlegt að takast á við hvern dag með því hugarfari og með það að leiðarljósi að gera sitt allra besta þann daginn, alveg sama hvað bjátar á.

Sterkur grunnur íslensks landbúnaðar er byggður fyrst og fremst á þrautseigju og dugnaði bænda í aldaraðir. Með einum eða öðrum hætti, þá munu bændur landsins, á morgun sem og ávallt áður, standa vaktina og tryggja matvælaframleiðslu landsins. Ljósin munu loga í sveitum landsins.

Njótum afrakstursins – veljum íslenskt

Ég vil hvetja bændur landsins að sýna ábyrgð og samstöðu í verki á þessum undarlegu tímum sem við stöndum frammi fyrir. Stöndum þétt saman er við mætum áskorunum morgundagsins.

Höfundur er lögfræðingur, kúabóndi og situr í stjórn Miðflokksins í Rangárþingi.

Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað
Lesendarýni 10. mars 2025

Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað

Fyrsta kjördæmavika á nýju kjörtímabili er nýliðin. Við í Viðreisn ákváðum að ha...

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
Lesendarýni 28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Í fyrri grein undirritaðs í blaðinu frá 19. des. sl. „Loftslagsmál og orka“ er f...

Sveit í sókn, 150% fjölgun á 15 árum
Lesendarýni 27. febrúar 2025

Sveit í sókn, 150% fjölgun á 15 árum

Í Öræfum blómstrar fjölbreytt samfélag í sveit sem löngum var ein einangraðasta ...

Hvernig nýtir Noregur heimildir til tollahækkana til að framfylgja landbúnaðarstefnu sinni?
Lesendarýni 26. febrúar 2025

Hvernig nýtir Noregur heimildir til tollahækkana til að framfylgja landbúnaðarstefnu sinni?

Norsk landbúnaðar stefna byggir á fjórum meginstoðum: (1) fæðuöryggi, (2) landbú...

Styrkjum stöðu garðyrkjunnar
Lesendarýni 25. febrúar 2025

Styrkjum stöðu garðyrkjunnar

Íslensk garðyrkja er einn af lykilþáttum í sjálfbærri fæðuöryggisstefnu landsins...

Blessuð íslenska kýrin
Lesendarýni 21. febrúar 2025

Blessuð íslenska kýrin

Um þessar mundir ríður þankagangur Mammons röftum, meðal sumra kúabænda á Ísland...

Eflum íslenska nautgriparækt
Lesendarýni 20. febrúar 2025

Eflum íslenska nautgriparækt

Í Bændablaðinu 23. janúar sl. birtum við pistil í framhaldi af skýrslu LbhÍ um s...

Þjóðbúningur að gjöf frá konum á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi
Lesendarýni 14. febrúar 2025

Þjóðbúningur að gjöf frá konum á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi

Íslenskur hópur kvenna sameinast nú um stórbrotna gjöf sem mun gleðja og styrkja...