Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Búvörusamningar í nýju ljósi
Lesendarýni 27. nóvember 2015

Búvörusamningar í nýju ljósi

Höfundur: Ari Teitsson
Vinna er hafin við nýja búvörusamninga til langs tíma, sem ætlað er að verði mun víðtækari en fyrri samningar og ná til  flestra greina landbúnaðarins. 
 
Slíkir samningar hljóta að taka mið að breyttum þörfum og hagsmunum í þjóðfélaginu og því virðist þurfa að endurskilgreina þarfir og markmið búvöruframleiðslu í ljósi breytinga á tekjustreymi og atvinnuháttum vegna fjölgunar ferðamanna.
 
Ferðaþjónusta er nú talin sú atvinnugrein sem mestu skilar þjóðarbúinu og líkur taldar á að margfalda megi tekjur af henni. Því hlýtur sífellt að þurfa að meta þarfir greinarinnar og styrkja undirstöður hennar eftir föngum.
 
Í athyglisverðri grein sem Þóroddur Þóroddsson jarðfræðingur ritar í  Mýfluguna, staðarblað Mývetninga, segir hann m.a:
 „Gestur frá Bandaríkjunum hafði á orði hvað það væri notalegt að fara um og sjá að búskapur er enn til staðar við hlið þjónustusvæða fyrir ferðamenn, Vogar og Skútustaðir og sagði það vera grundvallar atriði í sínum huga að svo yrði áfram. Upplifun í ferð um sveitina snérist ekki aðeins um að skoða náttúruperlur heldur einnig um að þar væri eðlilegt mannlíf og óheft búfé á beit sem hægt væri að nálgast, amk. með myndavélinni. „Gætið þess að sveitin verði ekki undirlögð af hótelum, hún á að vera notalegur viðkomustaður gesta.“
 
Greinina í heild má finna á slóðinni http://www.641.is/wp-content/uploads/2012/08/Mýflugan-34-tbl-9-sept-2015.pdf.
 
Augljóst virðist að hluti af þeirri norrænu ásýnd sem laða mun ferðamenn hingað á komandi árum er lífið í landinu, ekki síst sjáanlegur landbúnaður hringinn í kringum landið og holl og hrein íslensk matvæli, gjarnan upprunamerkt sem næst neyslustað.
 
Gangi spár um mögulegar framtíðartekjur af ferðaþjónustu eftir má nokkru kosta til að landið verði áfram eftirsóknarvert fyrir ferðamenn og þá er ef til vill ekki nóg að horfa til aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum og umbóta  á vegakerfi. Huga þarf að fleiru, jafnvel þróun landbúnaðar. 
 
Gæti ekki verið hagkvæmt og skynsamlegt að vernda sem flest íslensk fjölskyldubú og tryggja með því lifand ásýnd landsins og fjölbreytt matvælaframboð?
 
Flekkur kom úr langferð á jólaföstu
Lesendarýni 27. desember 2024

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu

Hér á bæ fæddist svartflekkóttur lambhrútur 14. maí 2021, fremur smár tvílembing...

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....