Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fer hljóð og mynd saman?
Lesendarýni 8. febrúar 2016

Fer hljóð og mynd saman?

Höfundur: Haraldur Benediktsson alþingismaður
Í allri umræðu um nýja búvörusamninga vantar aðeins á sýn,  á  hvaða stefnu við ætlum að marka til framtíðar.  Ekkert er eins mikilvægt og að halda skýrri sýn á hvað sameinar, í umræðu um landbúnað. Hvort sem við nefnum hagsmuni bænda eða hagsmuni neytenda.  Ef ekki er samhljómur þarna á milli „fer ekki saman hljóð og mynd“.  
 
Mér sýnist bændur vera á kafi í umræðu um kerfi og kvóta og ekki kvóta – stéttin er klofin í þeirri umræðu.  Háværu sérfræðingarnir, sem eru hreinlega á móti  búvörusamningum og því að mörkuð sé stefna, benda ekki á aðrar lausnir en breytingar sem leiða til þess að innflutt matvara verður helst í boði, kjöt framleitt með ómældu magni sýklalyfja eða enn vafasamari hætti.  
 
Fjárfestum í betri landbúnaði
 
En saman eigum við öll – í það minnsta ennþá – hreina búvöru, sérstæðan norðurslóðabúskap. Tölum meira um gæði, um landbætur, um hreinleika og ábyrga búskaparhætti. Um fjölskyldubú og vel byggðar sveitir sem við getum verið stolt af. Stefnum að því að auka vöruval, fjölbreytni, betri tengsl bænda og neytenda. Þróun samstarf við verslun og vinnslu sem leggur stolt sitt undir við að bjóða heilnæma búvöru með aðlaðandi framsetningu. Framsetning á búvöru í matvöruverslun hefur varla tekið nokkrum framförum í 20 ár. Eflum vöruúrval og vinnum með vinnslu, verslun og neytendum að ábyrgari nýtingu – stoppum sóun. Sókn á grunni gæða – ræktun búfjár og velferð þess. Við eigum að fjárfesta í slíkum landbúnaði. 
 
Við byggjum á traustum grunni
 
Heimurinn er að breytast – eyðum ekki meiri tíma í minnimáttarkennd um að landbúnaður sé annar og meiri í öðrum löndum.  Ekki meiri einhliða samanburð við danskan landbúnað. Við höfum mikil gæði sem aðrir hafa glatað. Tökum djarfa sókn með nýjum samningum. Gleymum ekki að það voru bændur og stjórnvöld sem mörkuðu stefnu 1985 um að leyfa ekki sýklalyfjablöndun í fóður. Sem hefur skilað okkur eftirsóknarverðum árangri. Fyrir um 50 árum var tekin meðvituð ákvörðun um að leyfa ekki hormóna eða önnur vaxtahvetjandi inngrip til að auka „hagkvæmni“ búvöruframleiðslunnar á Íslandi – húrra fyrir því. Stefna sem ekki þótti sjálfsögð né skynsamleg. Nú er tímabært að marka stefnu um hvort íslenskur landbúnaður á að notast við erfðabreytt hráefni. 
 
Framlag landbúnaðar til annarra verkefna
 
Nú eigum við að taka enn djarfari ákvarðanir. Hvert getur framlag landbúnaðar verið til betri ferðaþjónustu?  
Hvert getur framlag landbúnaðar verið til loftslagsmála? Til bættrar lýðheilsu?
Árið 2016 gerum við ekki bara búvörusamning – við gerum  fjárfestingarsamning í framtíðarlandbúnaði – íslenskum landbúnaði. Ekki samning um kollsteypu og framleiðsluspennu – heldur um hvað hægt er að gera betur og nýta betur það sem við eigum og kunnum best. Okkur eru allir vegir færir. 
 
Haraldur Benediktsson
alþingismaður
Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...