Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fjarskipti eru á dagskrá
Lesendarýni 9. desember 2014

Fjarskipti eru á dagskrá

Höfundur: Haraldur Benediktsson og Páll Jóhann Pálsson

Fyrir um 40 árum var þjóðarátak um að ljúka uppbyggingu á síma á öllu landinu, í mínum uppvexti kallaður „sjálfvirki síminn“. Áður hafði verið lagður sími um landið – fyrst með tengingum við miðlæga talsímaþjónustu – seinna með útbreiðslu til almennings.

Lagning símans var talsvert afrek fyrir okkar fámennu þjóð í strjálbýlu landi.  Er það kerfi í raun og veru enn þá grunnkerfi okkar fjarskipta. Nýjungar í búnaði sem byggður er ofan á koparkerfið er enn að koma fram, samt er fullkomlega ljóst að kerfið getur ekki verið framtíðargrunnkerfi fjarskipta.  Koparkerfið getur um sinn verið góður kostur til dreifingar innan þéttbýlisstaða, með tækni sem kölluð er ljósnetstækni, en er tæknilega takmörkuð í dreifðari byggð.

Farsímavæðing er mikil bylting og í dag eru símtæki í raun smátölvur.  Því er farsímakerfið orðið farnetskerfi.  En grundvöllur ljósnetstækni og farnetstækni er öflugt ljósleiðarakerfi.  Á suðvesturhorni landsins, höfuðborgarsvæðinu, er gríðarleg offjárfesting í ljósleiðarkerfum.  Víða á landsbyggðinni hins vegar byggir á áratuga grunnkerfi.  Byggja þarf grunnkerfi fjarskipta upp og til þess verður að koma samstillt átak. Sveitarfélög hafa á undanförnum misserum staðið fyrir framkvæmdum í ljósleiðaravæðingu.

Umhverfi fjarskipta­markaðarins er flókið og mjög vandasamt að leiða fram öfluga sókn. Því er undir forustu innanríkisráðherra verið að vinna að framgangi stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um fjarskipti.  Fyrsta verk ráðherra var að láta vinna greiningu á regluverki og gera leiðbeiningar um hvernig vinna má að framgangi, öflugri uppbyggingu á grunnkerfi fjarskipta.  Það verk liggur núna fyrir og hefur verið birt á heimasíðu Póst- og fjarskiptamiðstöðvar (PFS).

Ályktun Alþingis um byggðaáætlun sl. vor lagði áherslu á fjarskipti.  Í samræmi við hana er byggðamálaráðherra nú að hrinda af stað starfi sem byggir á leiðbeiningum PFS.  

Annar hluti af vinnu innanríkisráðherra um eflingu fjarskipta er að láta endurskoða svokallaða alþjónustukvöð. Starfshópur um alþjónustu var skipaður sl vor, með fulltrúum Sambands sveitarfélaga, Samtaka verslunar og þjónustu ásamt innaríkis- og atvinnuvegaráðuneytinu.  Haraldur Benediktsson er  formaður hópsins og Páll Jóhann Pálsson alþingismaður er varaformaður.

Það hefur verið hlutverk okkar að vinna með sérfræðingum hjá PFS og innanríkisráðuneytinu að breytingartillögum á alþjónustu.  Þá er það einnig hlutverk okkar að móta tillögur um leiðir til átaks í ljósleiðaravæðingu á landinu.  Starfshópurinn mun fljótlega á nýju ári skila tillögum til úrbóta.  Verið er að vinna greiningu á umfangi og kostnaði. Til hliðar við þessa vinnu eru margir aðrir þættir sem horfa til eflingar grunnkerfis fjarskipta,  í farvegi.  Það er vaxandi áhugi á nýrri nálgun á fjarskiptagrunnkerfisrekstri í landinu.

Í febrúar eða mars er síðan áætlað að lögð verði fyrir Alþingi þingsályktunartillaga um fjarskiptaáætlun.
Í breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar er gerð tillaga um að 300 milljónir verði lagðar til Fjarskiptasjóðs. Gert til að stuðla að átaki í að ljúka tengingu byggðakjarna sem ekki hafa ljósleiðaratengingu nú þegar.  Sem aftur er forsenda þess að nýta koparkerfi til uppbyggingar á ljósneti.  Ljúka hringtengingu ljósleiðarakerfisins – til að auka rekstraröryggi.

Ekki þarf að fjölyrða um hve mikið og stórt byggðamál öflug fjarskipti eru. Þau eru mikið atvinnu- og efnhagsmál, að ógleymdu öryggis- og almannavarnahlutverki fjarskipta.  Ríkið mun ekki vera að leggja ljósleiðara  en það er hlutverk þess að skapa aðstæður fyrir slíkt og jafna aðstöðu á milli íbúa að góðum háhraðatengingum.   Ekki síst að stuðla að heilbrigðri samkeppni á fjarskiptamarkaði. 

Það er lærdómsríkt að skoða þróun fjarskiptamála í nágrannalöndum okkar. Í stuttu máli má segja að Ísland sé á sömu tímamótum og flest þau ríki.  Það er tími stórra stefnumarkandi ákvarðana.  Ný hugsun í byggingu grunnkerfis fjarskipta er að ryðja sér til rúms.  Meginlína hennar er að gera sameiginlegt átak í „hlutlausa“ hluta dreifikerfisins – þannig að íbúar hvar sem er á landinu hafi úrval þjónustuveitenda til að velja um.  Þá eru gríðarleg samlegðaráhrif  með lagningu á raflínum í jörð og lagningu ljósleiðara, sem ekki má láta framhjá sér fara, verði af stórtækri sókn í eflingu fjarskipta.

2 myndir:

Loftslagsmál og orka
Lesendarýni 7. janúar 2025

Loftslagsmál og orka

Í Bændablaðinu þ. 7. nóvember er fjallað um áform um uppbyggingu vindmyllugarðs ...

Ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns á sá það er meginland á næst
Lesendarýni 3. janúar 2025

Ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns á sá það er meginland á næst

Nú er að hefjast málsmeðferð á þjóðlendukröfum ríkisins í eyjar og sker. Þegar k...

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?
Lesendarýni 2. janúar 2025

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?

Viðurkennt er að koltvísýringur (CO2) getur fangað ákveðna tíðni varmaútgeisluna...

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð
Lesendarýni 2. janúar 2025

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð

Geislar sólarinnar voru í aldaraðir nýttir til beinnar upphitunar híbýla. Elstu ...

Er aukefnunum ofaukið?
Lesendarýni 30. desember 2024

Er aukefnunum ofaukið?

Ég (Anna María) bjó lengi í Danmörku, en eftir að hafa flutt til Íslands fór ég ...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2024

Við áramót

Við áramót er gott tilefni til að hyggja að þeim atriðum sem hæst ber í blóðnytj...

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu
Lesendarýni 27. desember 2024

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu

Hér á bæ fæddist svartflekkóttur lambhrútur 14. maí 2021, fremur smár tvílembing...

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...