Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Úr Scoresby-sundi, stærsta firði heims.
Úr Scoresby-sundi, stærsta firði heims.
Mynd / Ari Trausti Guðmundsson
Lesendarýni 21. október 2020

Hverfur Grænlandsjökull?

Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson

Fyrirsögn á grein í Morgunblaðinu 17. ágúst og orð í fleiri fjölmiðlum, í þá veru að rýrnun Grænlandsjökuls sé óafturkræf, benda til misskilnings. Túlka mætti ýmis þau orð undanfarið í þá veru að jökullinn sé á hraðleið til algjörrar eyðingar, jafnvel þótt tækist að snúa við hlýnun jarðar af mannavöldum. Vissulega getur jökullinn horfið en þá yrði meðalhiti jarðar að hafa hækkað um mörg stig í afar langan tíma. 

Elsti ís jökulsins, sem náðst hefur með borunum, er milli 200 og 300 þúsund ára. Svo hár aldur sannar að jökullinn hefur legið á Grænlandi bæði á jökulskeiði og hlýskeiði ísaldarinnar. Á svo löngu tímabili hefur hressilega kólnað og hlýnað á víxl, en þá af náttúrunnar völdum. 

Í greininni sem vitnað er til (eftir Ian Howat og fleiri við Ríkisháskóla Ohio) skrifa vísindamennirnir þetta í lok útdráttar síns:

„Við sýnum fram á að víðáttumikil hörfun skriðjökla á árunum 2000 til 2005 olli snöggri viðbótareyðingu og umskiptum til nýrrar, hvikular stöðu hvað massatap varðar sem héldi áfram jafnvel þótt yfirborðsbráðun minnkaði.“

Með þessu er átt við að ísmassi Grænlandsjökuls getur rýrnað áfram þrátt fyrir viðbót vegna aukinnar ákomu/minni bráðnunar í kólnandi veðurfari, fari svo að núverandi þróun snúist við. Það eru alvarlegar rannsóknarniðurstöður, m.a. vegna hækkunar sjávarborðs. Haldi rýrnun jökulsins áfram með svipuðum hraða og nú, má gera ráð fyrir 50-100 cm hækkun sjávarborðs frá rýrnandi jöklum víða um heim á öldinni. Allur Grænlandsjökull myndi skila 6-7 metrum! Hvergi er þó fullyrt í grein vísindamannanna að heildar massatapið héldi áfram þar til jökullinn hyrfi. Grænlandsjökull er seigur, sýnir jarðsagan, gæti leitað jafnvægis á ný og jafnvel stækkað aftur. Vonandi gerist það sem fyrst. 

Vandinn vegna hraðari loftslagsbreytinga en mæligögn hundruð þúsunda ára afhjúpa er mikill. Hann vex hratt á meðan ríki heims hika, það skortir á stamstöðu þeirra og mótvægisaðgerðir eru of linar, einkum ríkjanna sem mest áhrif hafa á loftslagsbreytingarnar. Matvælaframleiðslu jarðarbúa á landi er hollast að meðalhitinn breytist sem minnst og sem hægast, svo ekki sé minnst á þörfina fyrir miklar viðgerðir á sködduðum jarðvegi, endurheimt vistkerfa og uppgræðslu auðna. Auk þess varða súrefnisframleiðsla gróðurs, og kolefnisbinding, okkur afar miklu – eins og allir vita.

Ari Trausti Guðmundsson

Höfundur er jarðvísindamaður og þingmaður VG

Skylt efni: Grænland

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu
Lesendarýni 27. desember 2024

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu

Hér á bæ fæddist svartflekkóttur lambhrútur 14. maí 2021, fremur smár tvílembing...

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....