Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Landsnet, óveður, rafmagnsleysi og ábyrgð
Lesendarýni 27. mars 2020

Landsnet, óveður, rafmagnsleysi og ábyrgð

Höfundur: Örn Þorvaldsson

Samkvæmt lögum ber Landsneti að tryggja raforkuöryggi í landinu með traustum línum, varalínum og jarðstrengjum. Í þessu felst skylda Landsnet til að viðhaldi gömlu byggðalínunni og endurbyggingu hennar. Landsneti ber einnig skylda til að endurbyggja 45 ára gömul tengivirki byggðalínuhringsins með nýjum rofum, sem standast íslenska veðráttu.

Örn Þorvaldsson.

Síðasta áratug hafa stjórnend­ur Landsnets einblínt á nýja byggða­línu á Norðurlandi. Með góðum vilja mætti  líta á þau áform sem endurnýjun á gömlu byggðalínunni, sérstaklega ef hún færi sömu línuleið og gamla línan, sem svo yrði rifin. Þetta á ekki við um áformaða Blöndulínu 3, þar sem hún kemur ekki við í Varmahlíð. Þrátt fyrir Blöndulínu 3 verður Landsnet að endurnýja bæði Rangárvallalínu 1 og Blöndulínu 2 eftir 15- 20 ár. Blöndulína 3 yrði því 100 km. óþörf lína í framtíðinni, sem myndi spilla því landsvæðum sem hún liggur um, auka kostnað Landsnets og kolefnisspor Íslands!

Á Norðurlandi eru 50 ára gaml­ar tréstauralínur Landsnets sem ekki standast áraun óveðra. Fyrir átta árum hrundi Kópaskerslína. Því hefði átt að vera búið að tvöfalda hana með jarðstreng og síðan endurbyggja hana sem járnstauralínu. Sama á við aðrar hliðstæðar línur til Húsavíkur, Dalvíkur og Sauðárkróks, og víðar.

Landsnet er vel stætt fyrirtæki sem skilar að jafnaði miljörðum í rekstrar­afgang, sem hefði átt að nýta í frekara viðhald og uppbyggingu. Vegna rangrar áherslu Landsnets mörg undanfarin ár tapaði fyrirtækið á síðasta ári 380 milljónum. Þetta er fjárhæð sem fór í viðgerðir, en því miður ekki í varanlega uppbyggingu á Norðurlandi. Línurnar eru því lítið betri í dag en þær voru fyrir viðgerð, og gætu því hrunið aftur í næsta óveðri.

Tjónið á Norðurlandi í desember­veðrinu 2019 var þungbært bæði bændum og búaliði, tilfinninga- og peningalega vegna óveðursins, sérstaklega rafmagnsleysisins. Fjárhagslegt tap hefur verið metið í milljörðum króna. Undirritaður saknar þess að Landsnet hafi ekki viðurkennt, að hafa gert mistök þar undanfarin ár.

Hefðu jarðstrengir verið komnir til byggðakjarnanna á þeim svæðum sem verst urðu úti, hefði fólk ekki þurft að tapa miklum fjármunum og þola miklar raunir. Jarðstrengir eru varanleg framtíðar lausn og skýrt dæmi um, að gott sé að hafa  jarðstrengi samhliða línum er reynslan af nýlegum jarðstrengjum á milli Hellu og Hvolsvallar. Á þessu svæði hrundu gamlar línur þann 14. febrúar s.l. Án jarðstrengsins hefði Hvolsvöllur ásamt nær sveitum og hluti Vestmannaeyja orðið að mestu rafmagnslaus í þrjá til fjóra sólarhringa.

Stjórnendur Landsnets hafa kennt öðrum aðilum og flóknum leyfis­veitinga­ferlum um hversu kostnaður við hrunið á línunum í vetur hefur verið mikill. Að sögn fyrirtækisins „hefði verið hægt að koma í veg fyrir hluta kostnaðarins vegna óveðursins ef uppbygging kerfisins hefði gengið samkvæmt áætlunum síðustu ár“. Trúlegast eru hér verið að vísa til þess, að ef ný byggðalína og Blöndulína 3 hefði verið komin í notkun, þá hefði kostnaður hrunsins ekki orðið svona mikill.

Undirritaður telur þetta rang­túlkun fyrirtækisins og full­yrð­ir, að þótt ný byggðalína ásamt nýrri Blöndu­línu 3 hefði verið komin í gagnið hefði hún ekki hjálpað, því að gamla byggðalínan stóðst áraunina!

Undirritaður telur að stjórn­kerfið samráðsferli um framtíðar­uppbyggingu raforku­kerfisinns í landinu, hafi brugðist. Undirritaður byggir þetta á framansögðu, og reynslu sinni af því að senda inn athugasemdir við kerfisáætlun Landsnets; ábendingar varðandi raunverulega þörf fyrir uppbyggingu  kerfisins, ásamt  valkostum og forgangsröðun. Spurningum sem beint var til Landsnets um umhverfismál, kostnað, kolefnisspor og landnotkun, sem hugsaðar voru til að bæta kerfisáætlunina, en aldrei var svarað. Landsnet þarf að viðurkenna áralöng mistök, og biðja landsmenn afsökunar, borga þeim sem verst urðu úti skaðabætur, ásamt því að kynna landsmönnum gagnlegar aðgerðir til uppbyggingar á raforkukerfinu.

Landsnet á að vinna í sátt við fólkið í landinu, vera opið og upplýsandi fyrirtæki og segja ávallt sannleikann í stað þess að þegja yfir hlutunum!

Að lokum lýsir undirritaður, eftir svörum frá Landsneti við eftirfarandi spurningum:

  1. Hvaðan á ný byggðalína Lands­nets á Norðurlandi að flytja raforku?
  2. Hvert á ný byggðalína Lands­nets á Norðurlandi að flytja raforku?
  3. Hve mikla raforku að meðaltali, á ný byggðalína Landsnets á Norðurlandi að flytja eftir 20 ár?
  4. Hve mikla raforku að hámarki á ný byggðalína Landsnets á Norðurlandi að flytja eftir 20 ár?
  5. Hver er ástæða þess að áformuð Blöndulína 3 liggur ekki sam­hliða núverandi byggðalínu, og með viðkomu í tengivirkinu í Varmahlíð?
  6. Hver er áætlaður kostnaður við gerð Blöndulínu 3, ásamt 220kV tengivirkjunum í báðum endunum?
  7. Hvert yrði kolefnisspor áætlaðr­ar Blöndulínu 3, ásamt 220kV tengivirkjunum í báðum endunum?


Örn Þorvaldsson.
Undirritaður er rafiðnaðarmaður og fyrrverandi starfsmaður Landsvirkjunar og Landsnets sem unnið hefur að uppbyggingu raforkukerfisins, eftirliti og viðhaldi þess.

Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþ...

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...