Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Leyfum námsfólki að afla aukatekna – án lánaskerðinga!
Lesendarýni 23. september 2021

Leyfum námsfólki að afla aukatekna – án lánaskerðinga!

Höfundur: Kolbrún Baldursdóttir og Tómas A. Tómasson.

Við hjá Flokki fólksins látum okkur varða um hag námsfólks í framhaldsskólum.

Það er í senn ósanngjarnt og ástæðulaust að skerða námslán eða skera þau niður ef námsmenn vinna með sínu námi. Það er ekki verið að gefa þeim peningana, þetta eru lán sem þeir endurgreiða að fullu á vöxtum. Svo það kostar ríkið ekkert að fella niður þessa reglu.

Brjótum múra – bætum kjörin!

Þessu viljum við breyta og til þess liggja nokkrar ástæður:

  1. Það er hvetjandi fyrir námsfólk að finna að samfélagið vill greiða götu þess við krefjandi aðstæður.
  2. Námslánin eru ekki hærri en svo að viðkomandi þarf að lifa meinlætalífi og spara hverja krónu sem er ósanngjarnt. Námsmenn eiga ekki að þurfa að hokra!
  3. Fólk, sem vinnur með námi, greiðir skatta og skyldur af tekjunum svo að ríkið græðir líka.
  4. Að mega ekki vinna frjálst með námi getur skapað biturð gagnvart ríkisvaldinu sem er óþarfi.
  5. Námsfólk hefur gott af því að fara út fyrir boxið og kynnast alls konar starfsumhverfi. Það er dýrmæt reynsla sem fylgir því út í lífið.
  6. Það bráðvantar gott starfsfólk í aukavinnu og hlutastörf t.d. á veitingahúsum, skemmtistöðum, hótelum og alls kyns þjónustufyrirtækjum sem eru með mismunandi álagstíma.
  7. Allir græða, námsfólk fær aukakrónur og atvinnurekandinn fær gott starfsfólk!

 

Fólkið fyrst – svo allt hitt!

 

Tómas A. Tómasson,
veitingamaður og oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Kolbrún Baldursdóttir,
sálfræðingur og borgarfulltrúi, skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...