Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mjólkurvörur draga úr líkum á beinbrotum aldraðra
Mynd / Bbl
Lesendarýni 18. febrúar 2022

Mjólkurvörur draga úr líkum á beinbrotum aldraðra

Höfundur: Margrét Gísladóttir

Það er gömul saga og ný að mjólk er eitt næringarríkasta einstaka matvæli sem völ er á. Hún er uppfull af bætiefnum og fjölmargar rannsóknir staðfesta jákvæð áhrif kalkneyslu og mjólkur á beinþéttni, sérstaklega ef D-vítamíns er neytt með.

Í lok síðasta árs voru niðurstöður ástralskrar rannsóknar kynntar í British Medical Journal þar sem fram kemur svo ekki verður um villst að með aukinni neyslu mjólkurvara minnki verulega áhætta á beinbrotum hjá eldra fólki. Beinbrotum fækkaði um þriðjung, mjaðmabrotum um 46% og byltum um 11% með aukinni neyslu mjólkurvara.

Þátttakendum fylgt eftir í 2 ár

Rannsóknin var afar yfirgripsmikil og náði til yfir 7.000 eldri borgara á 60 hjúkrunar- og dvalarheimilum í Melbourne í Ástralíu þar sem þeim var fylgt eftir í 2 ár. Á helmingi hjúkrunarheimilanna voru íbúar á sama mataræði og áður, en hinn hópurinn nær tvöfaldaði daglega neyslu mjólkurafurða og fengu þannig marktækt meira af kalki og próteini. Hóparnir fengu sömu orkuna úr mat og drykk og áður, en seinni hópurinn breytti mataræðinu með því til dæmis að skipta kökum og kexi út fyrir ostaköku og fengu sér mjólkurglas í stað safa.

Beinbrotum fækkaði um þriðjung

Eftir einungis 5 mánuði gátu rannsakendur staðfest að töluverð fækkun beinbrota var meðal þátttakenda, eða um heil 33%. Ekki nóg með það að almennum brotum fækkaði um þriðjung, þá fækkaði mjaðmabrotum um 46% en þau eru sérstaklega hamlandi eldra fólki enda hafa slík brot mikil áhrif á hreyfigetu og þar með lífsgæði. Það er því óhætt að segja að niðurstöður rannsóknarinnar séu gleðitíðindi, sérstaklega fyrir þennan hóp.

Samkvæmt rannsókninni er skýring þessarar jákvæðu niðurstöðu sú að meiri inntaka kalks og próteina sem mjólkin er rík af, hafi styrkt bein þátttakenda og hjálpað til við að hægja á tapi beinmassa sem fylgir því að eldast.

Sterkari vöðvar og færri byltur

Hluti af skýringunni er einnig sú að hópurinn sem jók neyslu sína á mjólkurvörum datt ekki eins oft, byltum fækkaði um 11%. Hið merkilega er að þessi breyting gerði vart við sig einungis þremur mánuðum eftir að rannsóknin hófst. Skýring rannsakenda á færri byltum er sú að mikið próteininnihald mjólkurafurðanna hafi jákvæð áhrif á vöðvamassa aldraðra. Því sterkari sem vöðvarnir eru, því minni hætta er á falli og þar með beinbrotum.

Hækkuðu dagskammtinn úr 2 skömmtum í 3,5

Hópurinn sem jók neyslu sína á mjólkurafurðum fór úr 2 skömmtum í 3,5 skammta. Í Ástralíu sem og á Íslandi jafngildir 1 skammtur 250 ml af mjólk, 200 ml af jógúrt eða 40 g af osti. Þar með jókst magn kalks í fæðunni úr 700 mg í 1.142 mg á dag og próteininnihald jókst úr 58 g í 69 g.

Embætti landlæknis ráðleggur að neyta tveggja skammta af mjólk eða mjólkurvörum á dag og er ráðlagður dagskammtur af kalki fyrir eldra fólk hærri hér en í Ástralíu þar sem rannsóknin fór fram, eða 800 mg. Er það m.a. vegna þess að beinþynning er algengari hér á norðurhjara sem má rekja til erfða. Jákvæðu fréttirnar eru þær að það er bersýnilega hægt að hafa áhrif á þessa þróun með neyslu kalkríks og D-vítamínríks matar líkt og fyrrgreind rannsókn sýnir fram á.

Niðurstöðurnar styðja því vel við hið forkveðna: Mjólk er góð!

Margrét Gísladóttir,
sérfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.

Ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns á sá það er meginland á næst
Lesendarýni 3. janúar 2025

Ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns á sá það er meginland á næst

Nú er að hefjast málsmeðferð á þjóðlendukröfum ríkisins í eyjar og sker. Þegar k...

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?
Lesendarýni 2. janúar 2025

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?

Viðurkennt er að koltvísýringur (CO2) getur fangað ákveðna tíðni varmaútgeisluna...

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð
Lesendarýni 2. janúar 2025

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð

Geislar sólarinnar voru í aldaraðir nýttir til beinnar upphitunar híbýla. Elstu ...

Er aukefnunum ofaukið?
Lesendarýni 30. desember 2024

Er aukefnunum ofaukið?

Ég (Anna María) bjó lengi í Danmörku, en eftir að hafa flutt til Íslands fór ég ...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2024

Við áramót

Við áramót er gott tilefni til að hyggja að þeim atriðum sem hæst ber í blóðnytj...

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu
Lesendarýni 27. desember 2024

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu

Hér á bæ fæddist svartflekkóttur lambhrútur 14. maí 2021, fremur smár tvílembing...

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...