Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stóru línurnar eru skýrar
Lesendarýni 18. október 2017

Stóru línurnar eru skýrar

Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson
Málefni landbúnaðarins fara varla framhjá mörgum. Núna ber stöðu sauðfjárbænda hátt en heildarmyndin er miklu stærri og víðtækari. 
 
Hún felur í sér eina af grunnstefnum samfélagsins á tímum þegar umhverfis- og loftslagsbreytingar hafa áhrif á hvert mannsbarn veraldar. 
 
Skjót viðbrögð
 
Næsta ríkisstjórn, eða Alþingi ef stjórnarmyndun dregst úr hófi, verður að bregðast hratt við vanda sauðfjárbúa í stað þess að teygja lopann eins og gerst hefur, því miður. Ég ætla þó ekki að fjölyrða um lausnir í þeim efnum en lít svo á, líkt og margir þingmenn fyrrum stjórnarandstöðu, að taka eigi í meginatriðum mið af tillögum bænda í þessum efnum. Það hefur komið fram hjá Katrínu Jakobsdóttur og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, meðal annars í fjölmiðlum og á Alþingi. Í stað þess nokkur orð til ykkar um mikilvæg stefnumál við mótun framsækinnar landbúnaðarstefnu hér á landi. 
 
Landbúnaður á grænni grein
 
Stefnumálin eru í takt við stefnu FAO hjá Sameinuðu þjóðunum, heimsmarkmið samktakanna og þá sjálfbærni og það andóf gegn loftslagsbreytingum sem er skylda okkar að vinna ötullega að. Þau eru meðal annarra þessi: 
  • Öflug en misstór fjölskyldubú og samvinna á milli þeirra í nábýli. 
  • Nýting jarðvegs og annarra auðlinda í öllum landshlutum þar sem fólk vill búa. 
  • Aukin áhersla á innlenda matvælaframleiðslu í öllum geirum hennar og þá meðal annars á öfluga ylrækt. 
  • Aukin nýsköpun og styrkari hliðargreinar við hefðbundinn landbúnað, svo sem betri nýting hráefna og jurta til fjölbreyttrar framleiðslu.
  • Áhersla á framþróun ferðaþjónustu í dreifðum byggðum.
  • Stytting flutningsleiða, jafnt til slátur- og afurðastöðva sem neytenda. 
  • Rafvæðing bíla og véla eftir því sem unnt er og aukin notkun innlends eldsneytis, svo sem metans og metanóls, sem framleiða má staðbundið í auknum mæli.
  • Stýrð beit samfara elfdri uppgræðslu þar sem illa farið land eða auðnir á láglendi blasa við, með beinum tilstyrk ríkisins. 
  • Aukin skógrækt og endurheiumt votlendis þar sem það á við.
  • Bættar samgöngur, ljósleiðaravæðing og aukið orkuöryggi, ásamt tengingum við þrífasa rafmagn.
Fjárfesting sem borgar sig
 
Lausnir í hverjum lið eru safn aðgerða sem ákvarða verður í samvinnu samfélagshópa og kjörinna fulltrúa. Verkefnin verða ekki leyst á örfáum árum, heldur í skjóli meirihlutastjórnar sem fylgir fyrrgreindum stefnumiðum og með öflugum sveitarstjórnum. Sjálfbær og fjölbreyttur landbúnaður á heimsvísu, samkvæmt þörfum fólks en ekki stórfyrirtækja og sem andæfir loftslagsbreytingunum, er ein helsta stoðin undir viðleitni til að tryggja vænlega framtíð. Fjárfesting í sjálfbærum landbúnaði er fjárfesting til góðs fyrir Íslendinga jafnt sem aðra – ekki aðeins í peningum heldur og vegna umhverfisins.
 
Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG
Að ræða kjarna málsins og leita lausna
Lesendarýni 26. júlí 2024

Að ræða kjarna málsins og leita lausna

Enn er látið að því liggja að það sé einhver réttarfarsóvissa um að óheimilt sé ...

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...