Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þörf á að ræða endurskoðun rammasamnings
Mynd / Bbl
Skoðun 25. febrúar 2021

Þörf á að ræða endurskoðun rammasamnings

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands

Fæðuöryggi. Á dögunum var kynnt skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands um fæðuöryggi og áhrif á framleiðslu og ógnanir sem væru fyrir hendi við framleiðslu ef til innflutningstakmarkana kæmi. Þessi skýrsla er um margt athyglisverð og sýnir okkur framleiðendum á landbúnaðarafurðum að tækifæri leynast víða í að efla framleiðslu matvæla á Íslandi. 

Þörf á að fara að ræða endurskoðun rammasamnings

Það sem kemur fram í skýrslunni er hversu háð við erum innflutningi á kjarnfóðri og kornmeti. Eftir birtingu skýrslunnar hefur ráðherra rætt um nauðsyn þess að efla kornframleiðslu á Íslandi, sem er vel. En það sem er undarlegt við þessar hugrenningar er að við endurskoðun rammasamnings sem nýlega er búið að undirrita var ítrekað rætt við samningaborðið hvernig auka mætti við stuðning einmitt í kornrækt bæði sem kjarnfóður og til manneldis. Viðbrögð samninganefndarinnar var á einn veg að ekki væri vilji til að setja aukið fjármagn til þessa hluta þannig að við undirritun var enginn vilji til að gera betur.

Þetta er málefni sem við verðum að taka samtal um við endurskoðun búvörusamninga 2023. Það er ekki seinna vænna en að fara að ræða þá endurskoðun, þar sem þessar viðræður og útfærslur virðast taka ótrúlega langan tíma. Endurskoðun rammasamningsins átti að fara fram 2019 en lauk ekki fyrr en nú á þessu ári. Ég hvet bændur til að kynna sér þessa ágætu skýrslu og nýta hana til framþróunar í framleiðslu á íslenskum matvælum.

Ekki horft til framleiðslu landbúnaðarvara í heild sinni

Stuðningur í kjötgeiranum. Fyrir liggur samþykkt fjárlaganefndar á framlagi á 971 milljón í fjárlögum þessa árs, en eins og segir í greinargerð með fjármunum að skuli fara til nautgripabænda og sauðfjárbænda. Unnið er að tillögum á útfærslum á hvernig þessum fjármunum skuli ráðstafað í landbúnaðarráðuneytinu í samtali við viðkomandi búgreinar. 

Það sem kemur mér mest á óvart í þessum hugmyndum er að ekki skuli horft til framleiðslu landbúnaðarvara í heild sinni heldur einungis bundið við áðurnefndar tvær kjötgreinar. Ég treysti því að ráðherra landbúnaðarmála komi með einhverjar hugmyndir að lausnum fyrir aðrar greinar þegar líða tekur á vorið.

Nú hefur verið boðað til Búnaðarþings þann 22. og 23. mars næstkomandi á grunni nýrra sóttvarna en mögulegt er að hafa það staðarþing. Unnið er að útfærslu á þinginu þar sem munu verða mjög skýrar reglur um þingið og gætt verður að ítrustu sóttvörnum. Eins og staðan er í dag þá mun einungis vera boðið kjörnum fulltrúum til þingsins ásamt starfsmönnum því tengdu. Það er von mín að við virðum öll þær leiðbeiningar sem gefnar verða út svo við getum átt samtal um fyrirhugaðar breytingar á félagskerfi bænda til framtíðar. 

Bændur passi upp á nágranna sína í COVID

Á undanförnum vikum höfum við verið í samtali við aðildarfélög innan Bændasamtakanna. Þar hafa komið fram áhyggjur fólks af einangrun einstaklinga vegna sóttvarna. Ég vil hvetja bændur til að vera í sambandi við sína nágranna til að efla andann og passa upp á að félagsleg einangrun verði ekki meiri en orðið er. Ef þið hafið ábendingar um félagslega einangrun, ekki hika við að hafa samband við okkur hér í Bændahöllinni svo við getum leyst úr þeim málum sem hvíla á bændum og búaliði þeim til stuðnings. Annars horfum við bjartsýn til bjartari tíma og eflingar íslensks landbúnaðar, öllum til heilla.

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...