Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi
Líf&Starf 12. ágúst 2014

Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Út er komin skáldsagan Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi. Um er að ræða endurútgáfu en bókin kom fyrst út á vegum Ísafoldarprentsmiðju árið 1950. Mikill áhugi hefur verið á verkum Guðrúnar frá Lundi nú allra síðustu ár. Skemmst er að minnast málþinga sem haldin voru á Ketilási í Fljótum sumrin 2010 og 2011 en þangað mættu í hvort skipti um og yfir þrjú hundruð manns. Margir fræðimenn á sviði bókmennta hafa á umliðnum árum vakið athygli á skáldkonunni fyrir snilld hennar og raunsæi enda lýsa bækur hennar á skemmtilegan hátt horfnum heimi og eru um leið raunsæjar. Það er mál manna að Guðrúnu takist einstaklega vel að lýsa hversdagslífi og daglegu amstri þar sem persónur bóka hennar birtast lesendum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum.

Það er bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi sem gefur út bókina en Hallgrímur Helgason rithöfundur málaði kápumyndina og hann ritar jafnframt eftirmála um Guðrúnu þar sem svo segir um efni bókarinnar:
„Afdalabarn fjallar um æsku og einangrun, fóstur og föðurást, ást og ástleysi, fortíð og  nútíma, sveitasamfélag á síðustu metrunum sem hnusar treglega af nýjum tíma. Hér kemur  einnig stéttamunur til tals, sem og hinn mikli menningarmunur á möl og dal, sem hlýtur að  hafa verið höfundi hugleikinn, konu sem lengstum bjó í sveit en flutti loks á Krókinn og  skrifaði sig úr honum sauðárgráum inn í prentvélarnar fyrir sunnan.“

Guðrún var fædd Lundi í Stíflu þann 3. júní 1887. Foreldrar hennar voru hjónin Baldvina Ásgrímsdóttir og Árni Magnússon. Þegar Guðrún er ellefu ára flytjast foreldrar hennar að Enni á Höfðaströnd þar sem þau búa næstu fimm árin. Síðar flyst fjölskyldan að Ketu í Hegranesi og þaðan að Syðra-Mallandi á Skaga. Guðrún giftist Jóni Jóhanni Þorfinnssyni og þau hófu búskap í Austur-Húnavatnssýslu þar sem þau bjuggu á nokkrum stöðum til ársins 1939 er þau fluttu á Sauðárkrók. Þau bjuggu lengi á Króknum og þar skrifaði Guðrún flestar bækur sínar.

Fyrsta bók hennar, Æskuleikir og ástir, sem jafnframt er fyrsta bindi Dalalífs kom út árið 1946 en þá var skáldkonan nærri sextugu. Lesendur tóku Dalalífi af mikilli hrifningu, bækurnar urðu metsölubækur eins og skot og nú fylgdi hver bókin annarri: Afdalabarn (1950), Tengdadóttirin I-III (1952-1954), Þar sem brimaldan brotnar (1955), Römm er sú taug (1956) og Ölduföll (1957) - svo að nokkrar þær fyrstu séu nefndar. Guðrún náði að skrifa tuttugu og sjö bækur og síðasta bók hennar kom út árið 1973 en hún lést tveimur árum síðar. Guðrún varð strax meðal vinsælustu rithöfunda þjóðarinnar og þær vinsældir hafa í engu dalað hin seinni ár. Hver einasta bók Guðrúnar frá Lundi var rifin út og á listum yfir útlán bókasafnanna var hún efst á blaði í mörg ár. Mikil og jöfn eftirspurn hefur verið eftir verkum Guðrúnar hjá fornbókasölum og því má segja að útgáfa Afdalabarnsins bæti úr brýnni þörf.

 

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...