Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þessi mynd var tekin úr bandarískri herþyrlu af þorpi í Bevelamnd Zuid Beveland í Hollandi í febrúar 1953. Að kvöldi laugardagsins 31. janúar skall á mikið óveður sem blés af Norðursjónum og buldi látlaus öldugangur á sjóvarnargörðum Hollendinga. Þeir gáf
Þessi mynd var tekin úr bandarískri herþyrlu af þorpi í Bevelamnd Zuid Beveland í Hollandi í febrúar 1953. Að kvöldi laugardagsins 31. janúar skall á mikið óveður sem blés af Norðursjónum og buldi látlaus öldugangur á sjóvarnargörðum Hollendinga. Þeir gáf
Líf&Starf 9. janúar 2017

Hollandshjálp 1953

Höfundur: Guðmundur Kr. Kristjánsson
Fyrir nær hálfri öld og sex árum betur, urðu mikil flóð við  Norðursjó og urðu Hollendingar þar verst úti, um tvö þúsund manns fórust í Hollandi og gríðarlegt tjón varð á mannvirkjum þar. Fleiri þjóðir urðu fyrir manntjóni og búsifjum, en það fór ekki eins hátt  í fréttum.
 
En víkjum nú aftur í tímann á þessum hörmungartímum Hollendinga. Vestur á fjörðum á Íslandi var lítill níu ára drengur sem gat ekki á heilum sér tekið út af þessum hörmungum sem gengu yfir þessa túlípanaþjóð, en auraráðin voru engin hjá honum og auðsjáanlega ekki nokkra hjálp frá honum að fá. Síðan fór söfnun í gang á Íslandi og eitt af því var að kaupa frímerki með yfirstimplun á og þar stóð: „Hollandshjálp 1953“ . Þessi drengur var sonur fátæks sjómanns sem síðan gerðist boginn eyrarkarl.
 
En karl faðir hans átti forláta leðurpeningaveski, svart og digurt, og að þar hlyti að vera, hugsaði drengurinn, eitthvað af peningum. – „Það gengur enginn með svona veski nema að þar séu mikil auðæfi í,“ sagði hann við sjálfan sig.
 
Eitt laugardagskvöldið þegar vinnuvikunni var lokið í bili hjá karli föður hans, var hann að ljúka við skeggraksturinn. Ákvað stráksi að nota tækifærið og renna í  kallinn og biðja hann um pening fyrir kaup á frímerkjum. 
 
„Pabbi, getur þú gefið mér pening fyrir kaup á nokkrum frímerkjum?“ sagði stráksi og ók sér  til og tvísteig, svipað eins og hann væri með njálg. Karlinn horfði á stráksa, tók síðan handklæði og þurrkaði af sér raksápuna, sneri sér síðan að drengnum og spurði í góðlátlegum tón.  
 
„Hvað hefur þú með frímerki að gera?“
„Ég ætla að styðja „Hollands­hjálpina“ með því að kaupa nokkur yfirstimpluð frímerki,“ sagði stráksi.
,,Jæja, svo þú ætlar að hjálpa þessum Hollendingum í þeirra neyð, þegar allur norðursjórinn tekur upp á því að flæða yfir lendur þeirra. – Sér er nú hver fyrirhyggjan að reisa ekki nógu háa flóðgarða. Þeir ættu nú að þekkja Norðursjóinn, hann er nú ekki alltaf lygn, ef ég þekki hann rétt frá mínum siglingum hér áður fyrr,“ sagði faðir hans og dæsti. 
 
„Ekki er alltaf nóg af peningum hér á þessu heimili, en smávegis aura færð þú til að hjálpa þessari þjóð í þeirra neyð. En heldur þú að þeir myndu safna fyrir okkur, ef okkar þjóð lenti einhvern tímann í hörmungum, – mér er spurn,“ sagði faðir minn og lét mig hafa fimm krónur til að kaupa frímerkin. 
 
Skrifað árið 2009,
Guðmundur Kr. Kristjánsson

9 myndir:

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...