Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Líf&Starf 15. janúar 2019
Lífslög Sigurðar dýralæknis
Sigurður Sigurðarson dýralæknir hefur gefið út Lífslög Sigurðar dýralæknis sem inniheldur 60 sönglög á tveim geisladiskum sem hann hefur samið á 60 árum, eða frá 1958 til 2018. Textar fylgja lögunum og 43 þeirra eftir Sigurð sjálfan en aðrir eftir kunningja hans.
Til liðs við sig hefur hann fengið 28 söngvara, þar á meðal Diddú, Bergþór Pálsson og grunnskólabörn. Þá eru á diskinum kvæðamenn og m.a. María Jónsdóttir á Kirkjulæk, sem varð 100 ára 15. apríl síðastliðinn. Þykja öll lögin á plötunni mjög falleg og tekið er til þess að þau séu líka sérlega söngvæn.
Hópur kunningja og vina
„Flestir söngvararnir á plötunni eru kunningjar mínir eða í ætt við mig,“ sagði Sigurður í samtali við Bændablaðið. „Ég hef notað mér það óspart.“
Landslið söngvara
Um sönginn á plötunum sér eftirfarandi listafólk:
-
Hörpukórinn á Selfossi með einsöngvurum undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar syngur 3 laganna, Eldeyjarkórinn undir stjórn Arnórs Vilbergssonar með einsöng flytur eitt lag og Álftagerðisbræður eitt lag undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar.
-
Alþekktir og minna þekktir söngvarar, alls 28, syngja 1–3 lög hver.
-
Yngstu söngvarar eru grunnskólanemar, 11 og 12 ára, og þeir elstu kvæðakonur, önnur nær því 100 ára og hin rúmlega 100 ára.
-
Hér er saman komið landslið söngvara. Þeir eru flestir úr hópi ættingja, fornvina eða kunningja Sigurðar. Stemmur eða kvæðalög eru 4, einn sálmur. Kórlög eru 5. Hitt eru einsöngslög.
Landslið söngvara:
-
Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir grunnskólanemi, Lambhaga Rangárvöllum.
-
Ragnar Bjarnason – tónlistarmaður, Ferjuvaði 7 í Reykjavík.
-
Hjördís Geirsdóttir, söngvari og fjörkona frá Byggðarhorni í Flóa.
-
Álftagerðisbræður, Sigfús, Gísli, Pétur og Óskar.
-
Ingimar Halldórsson frá Akranesi, trésmiður og kvæðamaður, Reykjavík.
-
Egill Árni Pálsson, söngvari og söngkennari, Reykjavík.
-
Þorvaldur Þorvaldsson, trésmiður og kvæðamaður, Reykjavík.
-
Jón Hólm Stefánsson, bóndi og fasteignasali, Gljúfri, Ölfusi.
-
Gunnar Örn Guðmundsson dýralæknir, Hvanneyri.
-
Marta Kristín Friðriksdóttir úr Reykjavík, söngnemi í Vín.
-
Signý Ólöf Stefánsdóttir skólanemi, Gili, Ölfusi.
-
Sigrún Hjálmtýsdóttir óperusöngkona, Túnfæti, Mosfellsbæ.
-
Gísli Stefánsson söngvari, Selfossi.
-
Ragnheiður Ólafsdóttir, tónlistarkennari og kvæðakona, Álftanesi.
-
Þuríður Sigurðardóttir söng- og listakona frá Laugarnesi.
-
Óskar Pétursson frá Álftagerði, söngvari og bifvélvirki, Akureyri.
-
Þórður Brynjarsson menntaskólanemi, Refsstöðum Borg.
-
Viktor Kári Garðarsson grunnskólanemi, Selfossi.
-
Snorri Hjálmarsson bóndi, hestam. söngvari og hjálpari, S-Fossum, Borg.
-
Sigurður Torfi Guðmundsson, Garðabæ, dómvörður í Landsrétti.
-
Signý Sæmundsdóttir, söngvari og tónlistarkennari, Reykjavík.
-
Bergþór Pálsson óperusöngvari í Reykjavík.
-
Jón Magnús Jónsson, bóndi á Reykjum í Mosfellsbæ.
-
Gissur Páll Gissurarson óperusöngvari, Reykjavík.
-
Steindór Andersen, sjómaður, kvæðamaður og smiður, Hafnarfirði.
-
Þór Sigurðsson, setjari og hestamaður Akureyri.
-
María Jónsdóttir frá Kirkjulæk og Guðríður B. Helgadóttir frá Austurhlíð, listamenn báðar.
-
Oddur Jónsson óperusöngvari, Hæðarbyggð 5, Garðabæ.