Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Lömbin ekki alltaf til í að standa kyrr og brosa
Mynd / Ragnar Þorsteinsson
Líf&Starf 3. janúar 2022

Lömbin ekki alltaf til í að standa kyrr og brosa

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Íslensk lömb - Lambadagatal 2022 er komið út í áttunda sinn. Daga- talið er í A4 stærð og auðvelt að hengja það upp hvar sem hentar. Sem fyrr prýða dagatalið stórar andlitsmyndir af fallegum, marglitum, nýlega fæddum lömbum úti í náttúrunni.

„Allar myndirnar í dagatalinu voru teknar á sauðburði síðastliðið vor og það vor var skítkalt en þurrt og hægviðrasamt,“ segir Ragnar Þorsteinsson í Sýrnesi í Aðaldal, sauðfjárbóndi, útgefandi og höfundur lambadagatalsins. Hann segir bæði krefjandi og tímafrekt að taka myndir af lömbum eins og öðru ungviði. Þau eru sjálfstæð og á sífelldri hreyfingu, fylgjast vel með því sem er í gangi í kringum sig og eru stundum lítið til í að standa kyrr og brosa meðan myndavélinni er stillt upp. „Á þessum tíma er sauðburður í fullum gangi og því oft ekki mikill tími aflögu til annarra verka.

Myndatakan er þó mjög skemmtileg og það er endurnærandi á sál og líkama að leggjast út á tún og taka myndir af lömbunum, knúsa þau og vinna traust þeirra. Megintilgangur útgáfunnar er að breiða út sem víðast, fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar og finna á þeirri vegferð, þá miklu velvild sem er meðal fólks til okkar sauðfjárbænda og íslensku sauðkindarinnar en hún hefur fætt okkur og klætt í gegnum aldirnar og án hennar værum við ekki til sem þjóð í dag,“ segir Ragnar í Sýrnesi.  

Skylt efni: Lambadagatalið

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....