Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Að þessu sinni var það Bruggsmiðjan Kaldi sem átti besta bjórinn, hér eru fulltrúar hennar á hátíðinni.
Að þessu sinni var það Bruggsmiðjan Kaldi sem átti besta bjórinn, hér eru fulltrúar hennar á hátíðinni.
Líf&Starf 27. júní 2018

Metþátttaka brugghúsa af öllu landinu

Aldrei hafa fleiri brugghús tekið þátt í Bjórhátíð á Hólum í Hjaltadal, en hún var haldin í áttunda sinn nú nýverið. Þangað mættu 14 brugghús með afurðir sínar. 
 
Brugghúsin koma sum langar leiðir til að taka þátt í þessari helstu bjórhátíð landsins, sem dæmi má nefna Beljandi frá Breiðdalsvík, Brother‘s Brewery í Vestmannaeyjum og Austri frá Egilsstöðum. Á næsta ári er svo von á að brugghús frá Ísafirði og Húsavík bætist í hópinn.
 
Mikil matarveisla
 
Hátíðin er líka mikil matarveisla fyrir gesti, en eins og fyrri ár voru heimagerðar Bratwurzt-pylsur á boðstólum, ásamt „toguðum grís“ (e. pulled-pork). Pretzel-ið var auðvitað á sínum stað. Nú í ár bættist svo við matarframboðið, en argentískar lambasteikarlokur voru grillaðar ofan í hátíðargesti. Mikil og góð stemning var á meðal gesta, enda ekki hægt annað á meðan nægur bjór er til staðar og gnótt matar, að því er fram kemur á Facebook-síðu hátíðarinnar.
 
Þrír bestu
 
Eins og áður kjósa hátíðar­­­­gestir bestu þrjá bjóra hátíðarinnar. Að þessu sinni var það Bruggsmiðjan Kaldi sem átti besta bjórinn. Öldur fékk svo verðlaun fyrir 2. og 3. sætið. Öldur fékk einnig verðlaun fyrir besta básinn. 
 
Efstu þrjú sætin voru eftirfarandi fyrir besta bjórinn:
  1. Bruggsmiðjan Kaldi – Belgískur Triple
  2. Öldur – Blámi (bláberjamjöður)
  3. Öldur – Rjóð (kirsuberjamjöður)

6 myndir:

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...