Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jón Gíslason, fyrrverandi bóndi í Miðhúsum í Skagafirði, vill tengdadóttur sinni, Kristínu Loftsdóttur á Melstað, ekkert nema gott. Hann gerði sér lítið fyrir og smíðaði sérlega glæsilegan fjárvagn og færði henni.
Jón Gíslason, fyrrverandi bóndi í Miðhúsum í Skagafirði, vill tengdadóttur sinni, Kristínu Loftsdóttur á Melstað, ekkert nema gott. Hann gerði sér lítið fyrir og smíðaði sérlega glæsilegan fjárvagn og færði henni.
Líf&Starf 22. ágúst 2018

Smíðaði fjárvagn fyrir tengda­dóttur af miklum hagleik

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Jón Gíslason, fyrrverandi bóndi í Miðhúsum í Skagafirði, vill tengdadóttur sinni, Kristínu Lofts­dóttur á Melstað, ekkert nema gott. Hann gerði sér lítið fyrir og smíðaði sérlega glæsilegan fjárvagn og færði henni. Enda þykir honum mikils um vert að hafa hana góða.
 
Fjárvagninn er smíðaður af miklum hagleik, þannig er til að mynda sliskjan í þrennu lagi, hverjum hluta er ætlaður sinn staður á vagninum, þannig að hann sé ávallt tiltækur, enda veit Jón að það þarf ekki mikið til að auka ergju fólks þegar smalamennska og fjárstúss ná hámarki. Vanir menn segja vagninn ekkert skorta nema snaga fyrir úlpuna þegar fjármönnum fer að hitna í hamsi, sem og stand undir svaladrykk á meðan nota þarf báðar hendur á lausaféð.
 
Enn finnst bjartsýnisfólk í sveitum landsins
 
„Það er mikið talað um það um þessar mundir að sauðfjárbúskapur sé á fallanda fæti og víst er að fjárlaust er orðið hjá okkur í Miðhúsum,“ segir Sigríður Garðarsdóttir, eiginkona Jóns. „En það má enn finna bjartsýnisfólk í sveitum landsins sem vilja veg og vanda sauðfjárbúskapar sem mestan og bestan.“
 
Jón og Sigríður byggðu íbúðarhús í Miðhúsum og fluttu í það árið 1977 og hófu ári síðar búskap á móti foreldrum Jóns, þeim Gísla Jónssyni og Guðrúnu Stefánsdóttur, sem áfram bjuggu í sínu húsi. Fyrstu búskaparárin voru Jón og Sigríður með sauðfjárbúskap ásamt vinnu utan heimilis en tóku við mjólkurframleiðslunni árið 1991. Kynslóðaskipti urðu á ný í Miðhúsum árið 2014 þegar Guðrún dóttir þeirra og hennar maður, Brynjar Sigurðsson, tóku við kúnum og hófu búskap. Ungu hjónin eru að byggja stærra fjós sem vonandi verður tekið í notkun á þessu ári, það verður lágtæknifjós á skagfirskan mælikvarða.
 
Miðhús hafa verið í eigu sömu ættarinnar í 167 ár.
 
Glatt á hjalla í athvarfinu
 
Þegar Jón hætti búskap við kynslóðaskiptin á jörðinni datt honum ekki í hug að sitja með hendur í skauti. Hann tók til við að gera upp gamlar vélar og bíla ásamt því að vera nágrönnum sínum innan handar þyrftu þeir á aðstoð að halda. Útbjó hann sér „athvarf“ í gamalli fjóshlöðu, fjarri konu sinni, og getur dundað þar að vild við áhugamál sitt. Oft er gestkvæmt í athvarfi Jóns og glatt á hjalla, en margir eru forvitnir að sjá og skoða hvað hann er að fást við hverju sinni.
Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...