Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
371 sauðfjárbú fær svæðisbundinn stuðning
Mynd / BBL
Fréttir 19. janúar 2018

371 sauðfjárbú fær svæðisbundinn stuðning

Matvælastofnun tilkynnti í dag að sauðfjárbændur, sem voru rétthafar svæðisbundins stuðnings árið 2017, hafi fengið greidda viðbótargreiðslu vegna svæðisbundins stuðnings. Það er í samræmi við ákvörðun stjórnvalda um stuðning við sauðfjárbændur.

Um er að ræða annan hluta aðgerða stjórnvalda af tveimur í samræmi við bráðabirgðaákvæði reglugerðar nr. 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt.

Til þessa verkefnisins er varið 150 milljónum króna samkvæmt fjáraukalögum 2017.

Greiðsla til hvers sauðfjárbús sem uppfyllir skilyrði fyrir greiðslu svæðisbundins stuðnings er 402.684 kr. og til bænda í Árneshreppi, Strandahreppi, er 503.355 kr. (25% álag).

Alls nutu 371 sauðfjárbú þessa stuðnings.

Matvælastofnun stefnir að því í næstu viku að greiða síðari hluta þessa stuðnings stjórnvalda að upphæð 400 milljónir kr. sem snýr að greiðslu fyrir innlagt dilkakjöt á framleiðsluárinu 2017 til að draga úr kjaraskerðingu sauðfjárbænda.

/mast.is greindi frá

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu
Fréttir 23. ágúst 2024

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu

Búist er við að neysla á landbúnaðarvörum á heimsvísu aukist um 13 prósent á næs...

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður
Fréttir 23. ágúst 2024

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er nýr formaður stjórn...

Bændur í sólarselluverkefni
Fréttir 23. ágúst 2024

Bændur í sólarselluverkefni

Fyrirtækið Alor sérhæfir sig í orkulausnum, meðal annars innleiðingu á framleiðs...

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar
Fréttir 22. ágúst 2024

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður fyrir skemmstu, sem er upplýsingavefur ...

Smalahundar etja kappi
Fréttir 22. ágúst 2024

Smalahundar etja kappi

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda 24. og 25. ágúst næ...

Vindmyllur fá grænt ljós
Fréttir 22. ágúst 2024

Vindmyllur fá grænt ljós

Gefið hefur verið út virkjanaleyfi fyrir fyrsta íslenska vindorkuverið, Búrfells...

Frestun hrossaútflutnings
Fréttir 21. ágúst 2024

Frestun hrossaútflutnings

Reglubundin yfirhalning farmflugvélar er ástæða þess að engin hross hafa verið f...

Nýr bústjóri Nautís
Fréttir 21. ágúst 2024

Nýr bústjóri Nautís

Davíð Ingi Baldursson hefur verið ráðinn sem bústjóri í einangrunarstöðinni á St...