Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í Skotlandi hefur jafningjafræðslu verið komið af stað meðal bænda til að auðvelda þeim að tala um sínar tilfinningar.
Í Skotlandi hefur jafningjafræðslu verið komið af stað meðal bænda til að auðvelda þeim að tala um sínar tilfinningar.
Mynd / Philip Myrtorp
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni heilsu landbúnaðarstéttarinnar.

Forsvarsmenn verkefnisins, Jock Gibson og John Scott, eru báður bændur, segja stéttarbræður sína lagna í umhirðu dýra, en láti eigin sálarheilsu sitja á hakanum. Nú þegar efnahagsleg áföll dynja á landbúnaðinn hafa þeir ákveðið að innleiða áðurnefnt sálargæsluverkefni í Skotlandi. Verkefnið, sem nefnist Farmstrong, á uppruna sinn að rekja til Nýja-Sjálands, þar sem gætt hefur verið að tilfinningalegu hliðinni sem fylgir því að stunda búskap, síðan árið 2015. BBC greinir frá.

„Við eigum mjög auðvelt með að tala um dýraheilbrigði, gæði jarðvegs, gæði uppskeru og allt sem því tengist. Ég vil að það verði jafn eðlilegt að ræða eigin heilsu og það hvernig við hugsum um okkur, rétt eins og við ræðum um heilbrigði búpeningsins,“ segir Gibson, bóndi í Moray.

Scott, sem er bóndi í Ross-shire, segir erfitt að finna einhverja sem tengja við vandræðin sem bændur glíma við, þar sem þeir eru ekki stór hópur. Hann sagði mikilvægt að vinna manns væri metin til verðleika, en svo sé ekki raunin.

Scott bætir við að nú séu aðföng búin að hækka gífurlega í verði og erfitt sé að fá vinnuafl á bæina. Ef ekki gefst tækifæri til að ræða við aðra um vandamálin sem fylgja búrekstri, þá mun það leiða til einangrunar og einmanaleika.

Samkvæmt Scott eru álagspunktar á hverju ári þar sem bændur fari auðveldlega fram úr sínum andlegu mörkum. Þá sé mikilvægt að horfa á eigin venjur og leita leiða til að hlaða batteríin. Þess vegna komu félagarnir Scott og Gibson Farmstrong verkefninu á koppinn til að grípa inn í áður en menn spenna bogann of hátt.

Verkefnið er vettvangur jafningjafræðslu meðal bænda þar sem þeir geta kúplað sig frá bústörfunum og rætt við aðra í sömu stöðu.

Með þessu byggir bændastéttin upp tengsl og verður því auðveldara að taka upp símann og ræða sínar tilfinningar þegar stritið virðist óyfirstíganlegt. Einnig miðar átakið að því að bæta nætursvefn og stuðla að aukinni hreyfingu.

Skylt efni: geðheilsa

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...