Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir á Hvanneyri og bændurnir á Stakkhamri, þau Þröstur Aðalbjarnarson og Laufey Bjarnadóttir.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir á Hvanneyri og bændurnir á Stakkhamri, þau Þröstur Aðalbjarnarson og Laufey Bjarnadóttir.
Mynd / HKr.
Fréttir 1. júní 2018

Bændur funda um framtíð landbúnaðar

Höfundur: TB
Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur verið á fundaferð um landið að undanförnu þar sem unnið er að mótun tillagna varðandi breytingar á búvörusamningum. Einn slíkur fundur var haldinn á Hvanneyri þriðjudaginn 29. maí undir stjórn Haraldar Benediktssonar alþingismanns og annars tveggja formanna hópsins. Meðfylgjandi mynd var tekin á Hvanneyrarfundinum en næst var fundað á Egilsstöðum í blíðskaparveðri daginn eftir.
 
Ráðgjafarfyrirtækið KPMG kemur að vinnunni sem felst meðal annars í sviðsmyndagreiningu fyrir íslenskan landbúnað. Sviðsmyndagreining er notuð sem tæki í stefnumótun en með henni er markmiðið að horfa fram á veginn og reyna að sjá fyrir þróun mála og aðvífandi breytingar.
 
Á fundunum munu gestir fá tækifæri til að velta upp mikilvægustu áhrifaþáttum sem geta haft áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar.
 
Næstu fundir eru á eftirfarandi stöðum í næstu viku:
 
Laugarbakki
Hótel Laugarbakki
Mánudaginn 4. júní kl. 13-15
 
Akureyri, Hótel KEA
Þriðjudaginn 5. júní kl. 13-15
 
Reykjavík, Hótel Saga, 2. hæð
Miðvikudaginn 6. júní kl. 13-15
 
Hella, Árhús
Fimmtudaginn 7. júní kl. 13-15
 

 

Vindmyllur fá grænt ljós
Fréttir 22. ágúst 2024

Vindmyllur fá grænt ljós

Gefið hefur verið út virkjanaleyfi fyrir fyrsta íslenska vindorkuverið, Búrfells...

Frestun hrossaútflutnings
Fréttir 21. ágúst 2024

Frestun hrossaútflutnings

Reglubundin yfirhalning farmflugvélar er ástæða þess að engin hross hafa verið f...

Nýr bústjóri Nautís
Fréttir 21. ágúst 2024

Nýr bústjóri Nautís

Davíð Ingi Baldursson hefur verið ráðinn sem bústjóri í einangrunarstöðinni á St...

Styrkir vegna kaltjóna
Fréttir 21. ágúst 2024

Styrkir vegna kaltjóna

Bjargráðasjóði hefur borist 81 umsókn frá bændum vegna kaltjóns á túnum. Frestur...

Aðgerðaáætlun staðfest
Fréttir 20. ágúst 2024

Aðgerðaáætlun staðfest

Nú í byrjun ágúst staðfestu íslensk stjórnvöld aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæm...

Hækkun á afurðaverði
Fréttir 20. ágúst 2024

Hækkun á afurðaverði

Nýlega hafa verið gefnar út verðskrár með afurðaverðs­hækkunum til bænda fyrir n...

Vill auka þekkingu um járningar og hófhirðu
Fréttir 20. ágúst 2024

Vill auka þekkingu um járningar og hófhirðu

Hófhirða hrossa er viðfangsefni ráðstefnu sem haldin verður í húsnæði Eldhesta í...

Gróska hjá blómabændum
Fréttir 20. ágúst 2024

Gróska hjá blómabændum

Á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum hefur á undanförnum vikum verið unnið að ...