Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Staðan á lambakjötsmarkaðinum
Af vettvangi Bændasamtakana 21. ágúst 2024

Staðan á lambakjötsmarkaðinum

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnastjóri

Heildarsala á dilkakjöti frá haustinu 2023 var í júní 4.931 tonn. Sem er um 8,6% samdráttur borið saman við sama tímabil árið áður.

Unnsteinn Snorri Snorrason.

Birgðir af dilkakjöti voru þann 1. júlí 1.421 tonn sem er um 400 tonnum meira en á sama tíma árið áður. Miðað við áætlaða sölu fram að næstu sláturtíð er birgðastaða ásættanleg. Til samanburðar var birgðastaða á dilkakjöti á sama tíma árið 2017 um 2.467 tonn.

Útflutningur á dilkakjöti heldur áfram að dragast saman milli ára. Frá síðastliðnu hausti hafa verið flutt út um 980 tonn af dilkakjöti sem er 33% samdráttur frá árinu áður. Árið 2018 höfðu verið flutt út á sama tíma um 3.584 tonn af dilkakjöti.

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands var 12 mánaða meðalverð á öllu útfluttu kindakjöti 840 kr/kg í júní. Í júní var 12 mánaða meðalverð á frosnu dilkakjöti 1.334 kr/kg og hefur líklega aldrei verið hærra. Frá áramótum hefur mest verið flutt út af kindakjöti til Bretlands og Noregs líkt og var árið 2023 þegar helmingur alls útflutnings fór á þessa markaði.

Á þessu ári hefur verið aukin eftirspurn eftir kindakjöti á mörkuðum í Evrópu samhliða samdrætti í framleiðslu, einkum vegna áhrifa þurrka á Spáni og Grikklandi en einnig má sjá samdrátt í öðrum löndum þótt minni sé. Samdráttur í framboði leiddi til hækkunar á verði til bænda í upphafi árs. Eftir að lömb fædd á þessu ári fóru að koma til slátrunar hefur framboð aukist og verð til bænda lækkað lítið eitt. Meðalverð til bænda inna ESB í viku 31 var 8,13 evrur/kg sem er um 1.200 kr/kg.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...