Staðan á lambakjötsmarkaðinum
Af vettvangi Bændasamtakana 21. ágúst 2024

Staðan á lambakjötsmarkaðinum

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnastjóri

Heildarsala á dilkakjöti frá haustinu 2023 var í júní 4.931 tonn. Sem er um 8,6% samdráttur borið saman við sama tímabil árið áður.

Unnsteinn Snorri Snorrason.

Birgðir af dilkakjöti voru þann 1. júlí 1.421 tonn sem er um 400 tonnum meira en á sama tíma árið áður. Miðað við áætlaða sölu fram að næstu sláturtíð er birgðastaða ásættanleg. Til samanburðar var birgðastaða á dilkakjöti á sama tíma árið 2017 um 2.467 tonn.

Útflutningur á dilkakjöti heldur áfram að dragast saman milli ára. Frá síðastliðnu hausti hafa verið flutt út um 980 tonn af dilkakjöti sem er 33% samdráttur frá árinu áður. Árið 2018 höfðu verið flutt út á sama tíma um 3.584 tonn af dilkakjöti.

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands var 12 mánaða meðalverð á öllu útfluttu kindakjöti 840 kr/kg í júní. Í júní var 12 mánaða meðalverð á frosnu dilkakjöti 1.334 kr/kg og hefur líklega aldrei verið hærra. Frá áramótum hefur mest verið flutt út af kindakjöti til Bretlands og Noregs líkt og var árið 2023 þegar helmingur alls útflutnings fór á þessa markaði.

Á þessu ári hefur verið aukin eftirspurn eftir kindakjöti á mörkuðum í Evrópu samhliða samdrætti í framleiðslu, einkum vegna áhrifa þurrka á Spáni og Grikklandi en einnig má sjá samdrátt í öðrum löndum þótt minni sé. Samdráttur í framboði leiddi til hækkunar á verði til bænda í upphafi árs. Eftir að lömb fædd á þessu ári fóru að koma til slátrunar hefur framboð aukist og verð til bænda lækkað lítið eitt. Meðalverð til bænda inna ESB í viku 31 var 8,13 evrur/kg sem er um 1.200 kr/kg.

Íslandsmeistaramót í hrútadómum
Lesendarýni 16. ágúst 2024

Íslandsmeistaramót í hrútadómum

Starfsemin á Sauðfjársetrinu á Ströndum hefur gengið mjög vel í sumar og aðsókn ...

Áhrifaþættir matvælaverðs á Íslandi
Lesendarýni 16. ágúst 2024

Áhrifaþættir matvælaverðs á Íslandi

Í umræðum um matvælaverð hérlendis má oft sjá borið saman verð matarkörfu hérlen...

Fámenn þjóð í stóru landi
Lesendarýni 9. ágúst 2024

Fámenn þjóð í stóru landi

Í nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands má sjá að 365.256 (95%) Íslendingar búa í b...

Nýr alþjóða millilandaflugvöllur á Íslandi
Lesendarýni 7. ágúst 2024

Nýr alþjóða millilandaflugvöllur á Íslandi

Staðið hefur yfir með hléum hrina eldgosa samfara jarðhræringum á Reykjanesskaga...

Að ræða kjarna málsins og leita lausna
Lesendarýni 26. júlí 2024

Að ræða kjarna málsins og leita lausna

Enn er látið að því liggja að það sé einhver réttarfarsóvissa um að óheimilt sé ...

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...