Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá setningu aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda 2018.
Frá setningu aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda 2018.
Mynd / smh
Fréttir 16. apríl 2018

Gæðastýringar- og býlisstuðningsgreiðslur verði frystar í fjögur ár

Höfundur: smh
Á nýliðnum aðalfundi Lands­samtaka sauðfjárbænda (LS) var samþykkt tillaga úr endur­skoðunarnefnd um breytingar á greiðslu­fyrir­komulagi til sauðfjárbænda frá gildandi samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar milli ríkis og sauðfjárbænda. Í þeim er meðal annars gert ráð fyrir að stuðningsgreiðslur vegna gæðastýringar og býlisstuðnings verði frystar á hverri jörð frá og með árslokum 2018 til ársins 2023.
 
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS, segir að tillagan gangi fyrst og fremst út á að frysta greiðslur í samningnum með ákveðnum undantekningum og með það að markmiði að minnka framleiðsluhvata. 
 
Tillagan verði höfð að leiðarljósi við endurskoðun sauðfjársamnings.
 
Brostinn rekstrargrundvöllur
 
Í ályktun fundarins vegna tillögunnar segir að þetta sé gert vegna hruns í afurðaverði og þar af leiðandi brostins rekstrargrundvallar sauðfjárbúa. 
 
Er gert ráð fyrir að greiðslurnar verði frystar eins og þær líta út í ársáætlun 2018, en samt með viðmið í framleiðslu betra ársins í afkomu af árunum 2016 og 2017. „Greiðslur verði skilyrtar við búsetu og atvinnurekstur á viðkomandi jörð. Greiðslumark verði áfram framseljanlegt og geta greiðslur þess vegna flust búa á milli í samræmi við viðskipti bænda þar um. 
 
Framlög samkvæmt samningnum árin 2019, 2020, 2021 og 2022 verði þau sömu og árið 2018 að teknu tilliti til verðlagsbreytinga og vatnshalla samnings,“ segir í ályktuninni.
 
Gert er ráð fyrir að ásetnings­hlutfall fari ekki undir 0,5 en einstökum bændum verði heimilt að draga meira úr eða hætta sauðfjárframleiðslu og halda öllum eða hluta af sínum greiðslum gegn tilteknum skilyrðum. 
 
Til dæmis gæti það verið af aldurstengdum ástæðum eða vegna fjárfestinga eða uppbygginga á jörðunum.
 
Þráðurinn tekinn upp aftur frá 2023
 
Frá árinu 2023 er, samkvæmt tillögunni, gert ráð fyrir að greiðslufyrirkomulagið taki upp þráðinn aftur í samningnum eins og því er lýst fyrir árið 2019 og haldi þannig áfram.
 
Tillaga aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Miðað við sama verðlag og reiknað var með í gerð sauðfjársamnings, geta greiðslur til sauðfjárbænda litið út með þessum hætti til ársins 2023.
 
Greiðslur samkvæmt gildandi samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar.
 
 
Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...