Greiðsla fyrir mjólk umfram greiðslumark en innvigtunargjald hækkar
Stjórn Auðhumlu svf. ákvað á fundi sínum 27. október 2016 að fyrirkomulag á greiðslum fyrir umframmjólk 2017 verði óbreytt frá því sem nú er. Innvigtunargjald hækkar um 15 krónur.
Jafnframt því verður sérstakt innvigtunargjald hækkað úr 20 krónum í 35 krónur á lítra frá 1. janúar 2017 sem svo endurskoðist mánaðarlega.
Ákvörðunin þýðir verðskerðingu fyrir mjólkurbændur upp á 15 krónur á hvern lítra og munu þeir því fá 51 krónur fyrir hvern lítra frá Auðhumlu eftir næstu áramót í staðinn fyrir 86 krónur.