Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Athafnasvæði Laxeyjar í Viðlagafjöru. Árleg framleiðsla á laxi á þessu svæði verður þrefalt meiri en framleiðsla
kindakjöts í landinu.
Athafnasvæði Laxeyjar í Viðlagafjöru. Árleg framleiðsla á laxi á þessu svæði verður þrefalt meiri en framleiðsla kindakjöts í landinu.
Mynd / Aðsend
Í deiglunni 27. desember 2023

Hrogn komin í seiðaeldi Laxeyjar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Uppbygging á laxeldi í Vestmannaeyjum er í fullum gangi. Fyrirtækið Laxey tók við fyrstu hrognunum í seiðaeldi sitt við höfnina í Vestmannaeyjum fyrir skemmstu.

Lárus Ásgeirsson.

Lárus Ásgeirsson, stjórnar­formaður Laxeyjar, segir að seiðin nái hundrað gramma þunga á tæpu ári. Þá verði þau flutt í eldistanka sem verið er að byggja í Viðlagafjöru. Þar með flytjist fiskarnir úr ferskvatni í saltvatn sem líki eftir æviferli laxa í ám. Þar nái fiskurinn sláturþunga á tæpu ári.

„Við erum að gera þetta á tveimur árum sem náttúran er að gera á fjórum til fimm árum,“ segir Lárus. Til samanburðar segir hann framleiðsluferlið þegar notast er við sjókvíar vera þrjú ár. 

Fyrsta slátrunin verði haustið 2025 en Lárus segir að þá séu hrognin sem voru tekin inn fyrir tveimur vikum síðan orðin að glæsilegum fimm kílóa fiskum sem hafi fengið að alast upp við bestu skilyrði.

Viðlagafjara stendur á hrauni sem myndaðist í eldgosinu og er stutt að sækja volgan jarðsjó í borholur undir athafnasvæðinu. Með því að síast í gegnum gljúpt hraun verði sjórinn það hreinn að engin þörf verði á nýtingu varnarefna eða lyfja.

Afföll óveruleg

Tankarnir verði yfirbyggðir, öll kerfin lokuð og hver tankur sjálfstæður sem geri líkur á smiti óverulegar. „Þegar þú ert kominn með fiskinn upp á land þá getur þú stýrt umhverfinu algjörlega,“ segir Lárus. Á líftíma fisksins sé gert ráð fyrir tvö til þrjú prósent afföllum, sem sé lítið í samanburði við fiskeldi í sjó, þar sem tíu til tuttugu prósent framleiðslunnar glatist.

Tveir þriðju hlutar vatnsins verði endurnýttir og er stefnt á að úrgangsefnin fari í lífræna áburðarframleiðslu.

Framkvæmdir í fullum gangi

Framkvæmdir eru í fullum gangi við að koma upp fyrsta svokallaða tankflekanum í Viðlagafjöru sem samanstandi af átta eldistönkum. Lárus segir hvern tank verða tuttugu og átta metra breiðan og þrettán metra háan, eða fimmtíu þúsund rúmmetrar. Áætlanir Laxeyjar geri ráð fyrir að einn tankfleki verði byggður á ári, þar til þeir verði orðnir sex.

Starfsemi Laxeyjar mun fara fram á fjórtán hekturum og segir Lárus nægt rými í Viðlagafjöru. Þetta sé góð nýting á landi, en framleiðsla Laxeyjar verði nálægt þrjátíu þúsund tonnum á ári þegar fullum afköstum verði náð. Lárus bendir á að þetta sé þrefalt á við alla sauðfjárræktina í landinu, en framleiðsla á kindakjöti síðustu tólf mánuði var 8.200 tonn. Afkastageta Laxeyjar verði sambærileg og annarra stórra laxeldisfyrirtækja.

120 störf

Áætlað sé að hundrað og tuttugu bein störf verði við fiskeldið og annað eins af óbeinum störfum. Mikil hefð sé fyrir veiði og vinnslu sjávarafurða í Vestmannaeyjum og falli þessi starfsemi ágætlega í það samfélag. Öll virðiskeðjan verði í Vestmannaeyjum og nálægð við helstu markaði sé góð en flutningaskip á leið til Evrópu komi við í Eyjum.

Lárus segir að á bak við Laxey standi félag sem sé að mestu í eigu Eyjamanna. Stærsti fjárfestirinn sé fjölskylda í Eyjum sem rak útgerðarfélagið Ós, sem átti meðal annars skipið Þórunni Sveinsdóttur.

Fyrr á árinu hafi þau selt kvóta, skip og fisvinnslu til annars félags í Vestmannaeyjum og hafi fjölskyldan nýtt hagnað þeirrar sölu til að byggja upp fiskeldið. Þeirra markmið sé að efla byggð og bæta við einni stoð í Vestmannaeyjum. 

Skylt efni: seiðaeldi | Laxeyjar

Upprunamerki matvæla skipta máli
Fréttaskýring 7. maí 2024

Upprunamerki matvæla skipta máli

Þegar kemur að því að versla matvæli horfa neytendur mikið til upprunalands fram...

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...