Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá árinu 1987 hafa 276 atburðir átt sér stað, flestir þeirra snerta fáa eigendur með óverulegum tjónum en sá stærsti var jarðskjálftinn í Ölfusi árið 2008.
Frá árinu 1987 hafa 276 atburðir átt sér stað, flestir þeirra snerta fáa eigendur með óverulegum tjónum en sá stærsti var jarðskjálftinn í Ölfusi árið 2008.
Mynd / Náttúruhamfaratryggingar Íslands
Í deiglunni 13. mars 2023

Nauðsynlegt að hafa tryggingar í lagi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hulda Ragnheiður Árna­dóttir, forstjóri Náttúruham­faratryggingar Íslands (NTÍ), hélt erindi á búgreinaþingi þar sem hún fjallaði um tryggingar og tryggingarmál bænda. NTÍ er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja helstu verðmæti gegn náttúruhamförum.

„Eitt af því versta sem ég lendi í í mínu starfi er þegar fólk tilkynnir um tjón til Náttúruhamfaratryggingar Íslands vegna atburða sem falla undir lögin sem um stofnunina gilda og það reynist ekki vera vátryggt fyrir því tjóni sem það hefur orðið fyrir,“ segir Hulda Ragnheiður.

Skyldu- og valtryggingar

Hulda Ragnheiður segir að almennt sé lítil hætta á að slíkt gerist með húseignir, þar sem þær eru allar skyldutryggðar bæði gegn bruna og náttúruhamförum.

„Gagnvart innbúi og lausafé gegnir öðru máli, því þau verðmæti er ekki skylda að brunatryggja. Velji eigandinn aftur á móti að brunatryggja innbú og lausafé er skylda að greiða samhliða fyrir iðgjald sem rennur til NTÍ vegna verndar gegn tjóni af völdum náttúruhamfara.

Einnig er rétt að geta þess að margar af þeim vátryggingum sem í daglegu tali nefnast landbúnaðartryggingar, innifela brunatryggingu og þar með náttúruhamfaratryggingu sem gildir gagnvart tjónum sem verða af völdum jarðskjálfta, eldgosa, snjóflóða, vatns- og sjávarflóða og skriðufalla.

Reyndar er það þannig að margir vita ekki að þeir eru með gildar vátryggingar hjá NTÍ, þar sem þeir eru aldrei í beinum samskiptum við stofnunina nema þegar til tjóns kemur. Í lögum nr. 55/1992 kemur fram að það er hlutverk almennu vátryggingafélaganna að innheimta iðgjald af öllum húseignum og brunatryggðu innbúi og lausafé sem síðan er skilað til NTÍ.“

NTÍ kemur oft til sögu

Fjöldi fólks áttar sig ef til vill ekki á því hversu oft NTÍ, sem áður hét Viðlagatrygging Íslands, kemur við sögu í tjónamálum um allt land.

Frá árinu 1987 hafa 276 atburðir átt sér stað, flestir þeirra snerta fáa eigendur með óverulegum tjónum en sá stærsti var jarðskjálftinn í Ölfusi árið 2008 þar sem um 5.000 tjónamál komu við sögu í 19 milljarða atburði á núvirði. Á þessum 25 árum eru fjórir atburðir til viðbótar við jarðskjálftann í Ölfusi sem hafa kostað yfir hálfan milljarð að núvirði.

Það eru snjóflóðin á Vestfjörðum árið 1995, jökulhlaup úr Vatnajökli árið 1996, jarðskjálfti á Suðurlandi árið 2000, og aurskriðurnar á Seyðisfirði árið 2020.

„Atburðirnir sem snerta fáa en valda kannski einum aðila í dreifbýli umtalsverðu tjóni eru auðvitað stórir á mælikvarða þess sem fyrir tjóninu verður. Slíkir atburðir hafa átt sér stað um allt land og í raun er enginn landshluti undanskilinn þegar kemur að slíkum atburðum.

Sum svæði eru næmari fyrir vatns- og sjávarflóðum á meðan önnur eru næmari fyrir aurskriðum og krapaflóðum. Það er því mikilvægt að huga vel að því hvernig megi fullnýta tryggingavernd gagnvart eldgosum, jarðskjálftum, snjóflóðum, vatns- og sjávarflóðum og skriðuföllum.“

Landbúnaðartrygging mismunandi milli félaga

„Eins og ég nefndi hér áðan er landbúnaðartrygging mikilvæg fyrir bændur sem vilja vera vel tryggðir, bæði gagnvart náttúruhamförum og svo öðrum þeim þáttum sem eru innifaldir í þeirri tryggingu hjá almennu vátryggingafélögunum.

Slík trygging er þó mismunandi eftir tryggingafélögum og ekki sjálfgefið að öll mikilvæg verðmæti séu inni í tryggingunni. Þannig eru heyrúllur til dæmis sjálfkrafa hluti af landbúnaðartryggingu hjá einu félagi á meðan nauðsynlegt er að velja þær í sérstakri upptalningu ef vilji er til þess að þær séu tryggðar hjá öðru félagi.“

Mikilvægt að skoða skilmála
Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...