Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bára Péturs með maríulaxinn úr Jöklu.
Bára Péturs með maríulaxinn úr Jöklu.
Í deiglunni 18. október 2019

„Maríulaxinn var sterkur“

Höfundur: Gunnar Bender
„Við maðurinn ákváðum að skella okkur einn dag í Jōklu áður en tímabilið væri búið,“ sagði Bára Péturs er við spurðum um veiðitúrinn í Jöklu fyrir skömmu og þar átti ýmislegt eftir að gerast.
 
„Jōkla sjálf var kakó svo að við veiddum hliðarárnar. Við vorum búin að sjá eitthvað af fiski en ekkert fengið. Þegar við komum að Laxárós var ákveðið að kasta spún, en við höfðum verið að kasta flugu fyrir það. Það var búið að segja okkur frá spún í Veiðiflugunni sem heitir „Remen mōre silda“, kopar með svartri rönd og18 grömm og ákvað var að prufa hann. Ég var búin að taka nokkur kōst en ekki orðið vōr við neitt, festi spúninn einu sinni en ákvað svo að kasta aftur, og fannst ég vera fōst aftur, hugsaði með mér, jesús minn, þetta ætlar að ganga brösuglega, svo allt í einu fór stöngin að hristast og kengbognaði. Ég vissi lítið hvað ég var að gera enda bara í 4. skipti sem ég fer að veiða svona. Ég gargaði á manninn minn og sagði að ég væri með fisk, hann leiðbeindi mér hvað ég ætti að gera. 
 
Ég var sirka 10 mín. að landa laxinum. Ég hef aldrei lent í öðrum eins átökum við fisk og var alveg gáttuð á því hvað þeir geta verið sterkir. Það byggðist upp alveg rosaleg spenna á þessum 10 mín. og fékk ég hálfpartinn spennufall þegar laxinn var kominn í land, þetta var 75 sentímetra hængur. Það var rosaleg gleði hjá mér og brosið náði sennilega tvo hringi um andlitið, hjartað hamaðist á milljón, maríluax kominn á land! Ég var enn rosalega gáttuð á því hvað hann var sterkur og hvað þetta var erfitt, en svo stolt af sjálfri mér á sama tíma. Þetta varð til þess að ég varð alveg veik, nú þýðir ekkert annað en að skella sér til Björgvins í Veiðiflugunni og galla sig upp fyrir næsta sumar og ná næsta laxi á flugu,“ sagði Bára enn fremur.

Skylt efni: Jökla | stangveiði

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...